Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 06:45 Kristinn fékk þrívegis níu í einkunn frá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. vísir/valli Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira