Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. október 2015 22:20 Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum. Mynd/Instagram Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015 Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36