„Tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna til að eignast fallegan erfðagrip“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 21:15 Myndirnar eru í góðri stærð og ættu að geta prýtt hvaða heimili sem er. Gilbert Sigurðsson Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur. Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Ýrr Baldursdóttir, tattoo- og airbrush meistari, hefur málað tvær myndir af oddvitum ríkisstjórnarinnar, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ætlunin er að selja myndirnar og safna peningum til styrktar Barnaspítala Hringsins.Sigmundur Davíð nýtur sín vel á striga.Ýrr BaldursdóttirÞeir félagar fá forkaupsrétt af málverkunum og segir Ýrr að það sé nú bara sanngjarnt enda séu myndirnar af þeim. Aðspurð að því hvað hafi orðið til þess að Sigmundur Davíð og Bjarni hafi orðið fyrir valinu segir Ýrr að hún hafi viljað veita þeim tækifæri á að gera góðverk. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá að láta gott af sér leiða. Þeir fá þá kannski plús í kladdann ffá þjóðinni enda eru þeir ekki í öfundsverðri stöðu. Svo er þetta auðvitað tækifæri fyrir Sigmund Davíð og Bjarna að eignast fallegan erfðagrip.“ Markmiðið er að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins og langveik börn en helmingur söluandvirðis hverrar myndar mun renna til spítalans. Ýrr ætlar sér að mála fleiri myndir og segir ekki ólíklegt að öll ríkisstjórnin verði máluð áður en yfir lýkur.Það gerir Bjarni líka.Ýrr BaldursdóttirÆtlar að verða í bandi við Bjarna og Sigmund „Við ætlum að að safna einni milljón króna fyrir Barnaspítalann og langveik börn þannig að við ætlum að mála fleiri myndir. Kannski tökum við bara alla ríkisstjórnina? Það er full þörf á því að safna fyrir spítalann og það væri nú ekki leiðinlegt fyrir okkur og þá að geta komið með eina milljón fyrir tækjakaup og annað slíkt.“ Ýrr segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og Bjarna til þess að bjóða þeim myndirnar til sölu en hafni þeir því fari myndirnar í almenna sölu þar sem hver sem er geti keypt þær. Nú er stóra spurningin hvort að þeir muni láta verða af slíkri fjárfestingu en ekki er langt síðan Bjarni og Sigmundur Davíð sátu fyrir sem Spock og Kafteinn Kirk á ljósmynd til styrktar Bleiku slaufunni en sú mynd var seld fyrir 900.000 krónur.
Tengdar fréttir Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36 Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Býður 650 þúsund í myndina af Bjarna og Sigmundi Búið er að bjóða 650 þúsund krónur í mynd þar sem þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sitja fyrir. 10. október 2013 10:36
Vill borga 900 þúsund krónur fyrir myndina af Bjarna Ben og Sigmundi - Fjórar milljónir safnast í heildina "Þetta er hæsta boðið á uppboðinu en næst á eftir þessu kom landsliðstreyjan sem fór á 650 þúsund,“ segir Sandra Sif Morthens, markaðsstjóri Krabbameinsfélags Íslands. "Í heildina söfnuðust yfir fjórar milljónir í uppboðunum.“ 13. október 2013 12:48
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning