Skellt í lás í Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 14:56 Ekki verður hægt að komast inn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands komi til verkfalls SFR í næstu viku. vísir/ernir Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11
SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16