Porsche Cayman GT4 Clubsport á LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:50 Porsche Cayman GT4. Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent