Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 11:20 Lögreglumenn mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30
Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05