Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2015 19:38 Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi. Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Möguleiki er að brúin yfir Eldvatn við Ása fari í Skaftárhlaupinu. Áin hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið hefur sigið. Brúnni var lokað í gær vegna hættu sem myndaðist þegar áin tók að grafa undan undirstöðum hennar. Austan megin brúarinnar er sextán metra undirstaða en áin hefur náð að grafa sig meira en átta metra undir hana. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa verið á staðnum í dag og metið stöðuna. „Það er töluvert vatn í ánni enn þá og undirstaðan er óstöðug eins og er,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Hann segir að skoðað hafi verið að grípa til aðgerða til að hindra frekara tjón. Metið var sem svo að það myndi ekki skila árangri. „Ekki raunhæft og of áhættusamt held ég,“ segir Guðmundur Valur. Lögreglan hefur girt svæðið af með borðum til að enginn hætti sér of nálægt henni. „ Við vonum að hún hangi. Sá möguleiki er alveg fyrir hendi að hún fari,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að þó töluvert hafi dregið úr rennsli Skaftár sé enn kraftur í hlaupinu. „Við erum enn þá að horfa á hækkun í vatninu við dyngjur,“ segir Sveinn og að töluvert sé að flæða inn í dyngjurnar. Þá segir Sveinn að þar flæði beggja vegna hringvegarins. „Þar fylgjumst við vel með en þar er svona eiginlega hættan á þjóðvegi 1 að það renni inn á,“ segir Sveinn. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af lögreglunni á Suðurlandi.
Hlaup í Skaftá Samgöngur Tengdar fréttir Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09