Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2015 20:07 Hér sést vel hve mikið hefur farið undan undirstöðunum. Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. Bændur telja að sveitin verði lengi að jafna sig eftir hlaupið og að sandfok komi til með að aukast á svæðinu að því loknu. Töluverðar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Tekist hefur að halda þjóðvegi 1 opnum þrátt fyrir að vatn hafi víða flætt beggja vegna við hann síðan í gær. Gröfur hafa verið notaðar til þess að reisa varnargarða í von um að beina flóðvatninu frá hringveginum. Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum.Mynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Beljandi fljót hefur dunið á brúm. Áin hefur flætt yfir brúargólfið og grafið undan stöplum. Þá var brúnni yfir Eldvatn við Ása lokað um þrjúleytið í dag. Grafið hefur mikið undan eystri stólpa brúarinnar og var hætta tekin að myndast. Brúin er bæði lokuð akandi og gangandi vegfarendum og verður hún að öllum líkindum lokuð næstu daga. Á meðan er hægt að aka Hrífunesveginn. Bændur á svæðinu hafa fylgst vel með því hvernig flóðið hefur leikið brýrnar. Tún eru víða illa farin og á nokkrum þeirra hafa myndast hálfgerð stöðuvötn. „Þetta land verður lengi að jafna sig náttúrulega. Svo er endalaust fok úr þessu líka,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi á Ytri-Ásum. Mikill leir berst með flóðinu og eiga bændur von á að þurfa að glíma við afleiðingarnar næstu árin. „Það er búið að vera alltaf síðan að þetta fór að byrja að koma þetta helvítis sandfok. Þetta er alveg drepandi,“ segir Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
Brúnni yfir Eldvatn lokað ótímabundið vegna hlaupsins "Það er farið að fylla undan annarri undirstöðunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 3. október 2015 15:33
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent