UFC 192: Hvað gerir Gustafsson gegn nýja meistaranum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. október 2015 22:00 Cormier og Gustafsson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña
MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira