Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2015 13:03 „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30