Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Hættustigi lýst yfir 1. október 2015 16:41 Á myndinni má sjá bíl fréttastofu Stöðvar 2 úti í Skaftá. Rennslisaukning við Sveinstind er sú örasta frá því að stöðinni var komið á fót árið 1971. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn. Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið í Skaftá gæti verið það stærsta frá upphafi mælinga en þær hófust 1971. Hlaupsins varð vart á mælum við Sveinstind um hálf fjögurleytið í nótt. Hlaupið hefur vaxið mjög hratt í dag. „Allt bendir til þess að þetta sé mjög stórt hlaup og jafnvel stærsta hlaup sem að hefur komið úr kötlunum eftir að mælingar hófust sem var held ég 1971. Þar af leiðandi mun þetta væntanlega hafa meiri áhrif heldur en þau hlaup sem við erum vanir að fylgjast með þarna og menn eru orðnir nokkuð vanir síðustu árin. Meiri hætta þá á vegaskemmdum uppi í Skaftárdal og þar og því svæði og síðan náttúrlega eru þá orðnar auknar líkur á að það flæði hugsanlega yfir þjóðveg 1. Sem þýðir að það geti hugsanlega þurft að loka honum um einhvern tíma,“ segir Víðir Reynisson verkefnastjóri hjá almannavörnum á Suðurlandi. „Þetta er bara í stöðugri skoðun og við erum með lögreglumenn og Vegagerðina á staðnum við þjóðveg 1 þar sem að þetta er talið líklegt og síðan eru vatnamælingamenn Verðurstofunni uppi með fram Skaftánni að mæla og gefa okkur stöðugt upplýsingar um stöðuna,“ segir Víðir. Ríkislögreglustjóri og lögreglan á Suðurlandi ráðleggja ferðamönnum frá því að vera nálægt upptökum Skaftár og Hverfisfljóts og við bakka þeirra. Sér í lagi vegna hættu af brennisteinsmengun. Hugsanlegt er að hlaupvatn flæði upp á þjóðveg 1 í Eldhrauni, 5-10 kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur og er meiri úrkomu spáð næstu daga. Kristján Már Unnarsson og Friðrik Þór Halldórsson, frétta- og tökumenn Stöðvar 2, eru komnir á svæðið og í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verður meðal annars sýnt beint frá vettvangi og rætt við heimamenn.
Hlaup í Skaftá 2015 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira