Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 31-24 | Fyrsti sigur Norðanmanna Stefán Guðnason í KA-heimilinu skrifar 1. október 2015 21:15 Hreiðar Levý Guðmundsson stendur vaktina í marki Akureyrar. vísir/stefán Akureyri vann loksins leik í sjöttu umferð Olís-deild karla í kvöld í 31-24 sigri á Fram á heimavelli í dag. Norðanmenn náðu forskotinu um miðbik fyrri hálfleiks og unnu að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór hratt af stað og mikið skorað fyrstu mínúturnar en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu á undan. Það sem áður hafði einkennt leik heimamanna, stemmingsleysi og þunglamalegt viðhorf var hvergi sjáanlegt og léku þeir hreinlega á als oddi í kvöld. Fyrir vikið misstu Akureyringar aldrei móðinn, sama hvað á bjátaði. Fram lék vel framan af en átti fá svör við mikilli grimmd heimamanna þegar líða fór á leikinn. Akureyringar héldu forystunni út hálfleikinn þrátt fyrir góðan leik Framara á köflum og höfðu heimamenn sanngjarna forystu þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik, staðan 15-11. Framarar hófu seinni hálfleikinn á því að klippa alveg á Bergvin Þór til að freista þess að riðla leik heimamanna. Það virtist ætla að takast vel og virkuðu Akureyringar hálf ráðalausir í upphafi seinni hálfleiks. Þegar tók að líða á seinni hálfleik náðu Akureyringar að finna taktinn að nýju og breytti það engu hvort þeir voru manni eða jafnvel tveimur mönnum færri, alltaf fundu þeir svör gegn leik Framara. Þjálfarateymi Fram gerði ýmsar breytingar á liðskipan og uppstillingu en allt kom fyrir ekki. Smátt og smátt juku heimamenn forskot sitt og unnu að lokum verðskuldaðan sjö marka sigur, 31-24. Í liði heimamanna var Bergvin Þór Gíslason allt að því óstöðvandi og minnti all rækilega á sig. Kristján Orri og Heiðar Þór áttu frábæran leik í vörn og sókn og Hreiðar Levý var drjúgur þegar á reyndi. Annars er hálf ósanngjarnt að taka einhvern út úr liði heimamanna. Hver einn og einasti lét að sér kveða á einn hátt eða annan. Ef Akureyri heldur áfram að berja sig áfram með stemmingu og leikgleði geta þeir stolið ansi mörgum stigum í vetur. Það Akureyrarlið sem sást hér í kvöld er lið sem vonandi er komið til að vera. Framarar áttu erfitt uppdráttar í þessum leik. Hvort það var stemmingin í húsinu, stemmingin í heimamönnum eða vanstilling verður ekki dæmt um hér. Þeir fá þó prik fyrir að hætta aldrei þrátt fyrir að fátt virtist ætla að ganga upp hjá þeim á köflum. Þorgrímur Smári fór fyrir sínu liði í markaskorun með 6 mörk ásamt því að fiska tvö víti. Garðar B. Sigurjónsson skoraði einnig 6 mörk í kvöld, öll af vítapunktinum. Drengurinn er það öruggur á punktinum að það er nánast formsatriði fyrir hann að taka þessi víti. Bergvin: Frábær leikur af okkar hálfu„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við ákváðum það í hálfleik á móti FH að brjóta okkur aðeins út úr skelinni, gefa af okkur og fara að hafa gaman af þessu,” sagði Bergvin Þór Gíslason, alsæll er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leik. „Uppleggið fyrir þennan leik var einfaldlega að halda áfram því sem við vorum að gera þar. Stemmingin var frábær í kvöld og virkilega gaman að spila þennan leik. Allir strákarnir voru hrikalega flottir”. Bergvin sagði að öxlin væri að verða betri en hann hefur átt í vandræðum með hana. „Það er dagamunur á henni en hún var frábær í kvöld, ég skoraði meira að segja nokkur með langskoti. Það er fínt að troða smá sokk upp í þá sem töldu mig vera búinn sem leikmann.” Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu og Bergvin vonast eftir áframhaldi á þessari spilamennsku. „Já ekki spurning. Grótta er með hörkulið, svipað okkur að getu. Það verður erfiður leikur á erfiðum útivelli en ef við sýnum þessa baráttu og gleði þá verður ekkert gaman að mæta okkur.” Guðlaugur: Strákarnir þurfa að þroskast andlegaÞað var þungt yfir Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, þegar blaðamaður Vísis náði loksins tali af honum eftir leik. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með mína menn í kvöld. Ég hefði viljað sjá meiri grimmd og sjá okkur höndla aðstæðurnar betur.” Guðlaugur var vonsvikinn yfir viðbrögðum leikmanna sinna í kvöld. „Vissulega er ég með ungt lið í höndunum, meðalaldurinn í kringum 20 ár en megin þorrinn í þessum hóp er búinn að vera að bera uppi meistaraflokkinn síðustu þrjú ár. Þessir strákar eru virkilega góðir í handbolta en þeir þurfa að þroskast andlega og það hratt til að stíga það sem skref sem þeir geta stigið og eiga að stíga.” Guðlaugur segir að leikmenn liðsins hafi nægan tíma en Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Mótið er þó bara nýbyrjað og engin ástæða til að örvænta, við höfum verið að spila vel heilt yfir. Við erum núna búnir að eiga tvo slæma leiki í röð og það er bara hlutverk okkar sem að liðinu standa og strákanna að rífa sig upp að nýju og mæta dýrvitlausir í næsta leik og sýna okkar rétta andlit og gera það allan leikinn.” Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Akureyri vann loksins leik í sjöttu umferð Olís-deild karla í kvöld í 31-24 sigri á Fram á heimavelli í dag. Norðanmenn náðu forskotinu um miðbik fyrri hálfleiks og unnu að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór hratt af stað og mikið skorað fyrstu mínúturnar en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu á undan. Það sem áður hafði einkennt leik heimamanna, stemmingsleysi og þunglamalegt viðhorf var hvergi sjáanlegt og léku þeir hreinlega á als oddi í kvöld. Fyrir vikið misstu Akureyringar aldrei móðinn, sama hvað á bjátaði. Fram lék vel framan af en átti fá svör við mikilli grimmd heimamanna þegar líða fór á leikinn. Akureyringar héldu forystunni út hálfleikinn þrátt fyrir góðan leik Framara á köflum og höfðu heimamenn sanngjarna forystu þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik, staðan 15-11. Framarar hófu seinni hálfleikinn á því að klippa alveg á Bergvin Þór til að freista þess að riðla leik heimamanna. Það virtist ætla að takast vel og virkuðu Akureyringar hálf ráðalausir í upphafi seinni hálfleiks. Þegar tók að líða á seinni hálfleik náðu Akureyringar að finna taktinn að nýju og breytti það engu hvort þeir voru manni eða jafnvel tveimur mönnum færri, alltaf fundu þeir svör gegn leik Framara. Þjálfarateymi Fram gerði ýmsar breytingar á liðskipan og uppstillingu en allt kom fyrir ekki. Smátt og smátt juku heimamenn forskot sitt og unnu að lokum verðskuldaðan sjö marka sigur, 31-24. Í liði heimamanna var Bergvin Þór Gíslason allt að því óstöðvandi og minnti all rækilega á sig. Kristján Orri og Heiðar Þór áttu frábæran leik í vörn og sókn og Hreiðar Levý var drjúgur þegar á reyndi. Annars er hálf ósanngjarnt að taka einhvern út úr liði heimamanna. Hver einn og einasti lét að sér kveða á einn hátt eða annan. Ef Akureyri heldur áfram að berja sig áfram með stemmingu og leikgleði geta þeir stolið ansi mörgum stigum í vetur. Það Akureyrarlið sem sást hér í kvöld er lið sem vonandi er komið til að vera. Framarar áttu erfitt uppdráttar í þessum leik. Hvort það var stemmingin í húsinu, stemmingin í heimamönnum eða vanstilling verður ekki dæmt um hér. Þeir fá þó prik fyrir að hætta aldrei þrátt fyrir að fátt virtist ætla að ganga upp hjá þeim á köflum. Þorgrímur Smári fór fyrir sínu liði í markaskorun með 6 mörk ásamt því að fiska tvö víti. Garðar B. Sigurjónsson skoraði einnig 6 mörk í kvöld, öll af vítapunktinum. Drengurinn er það öruggur á punktinum að það er nánast formsatriði fyrir hann að taka þessi víti. Bergvin: Frábær leikur af okkar hálfu„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við ákváðum það í hálfleik á móti FH að brjóta okkur aðeins út úr skelinni, gefa af okkur og fara að hafa gaman af þessu,” sagði Bergvin Þór Gíslason, alsæll er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leik. „Uppleggið fyrir þennan leik var einfaldlega að halda áfram því sem við vorum að gera þar. Stemmingin var frábær í kvöld og virkilega gaman að spila þennan leik. Allir strákarnir voru hrikalega flottir”. Bergvin sagði að öxlin væri að verða betri en hann hefur átt í vandræðum með hana. „Það er dagamunur á henni en hún var frábær í kvöld, ég skoraði meira að segja nokkur með langskoti. Það er fínt að troða smá sokk upp í þá sem töldu mig vera búinn sem leikmann.” Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu og Bergvin vonast eftir áframhaldi á þessari spilamennsku. „Já ekki spurning. Grótta er með hörkulið, svipað okkur að getu. Það verður erfiður leikur á erfiðum útivelli en ef við sýnum þessa baráttu og gleði þá verður ekkert gaman að mæta okkur.” Guðlaugur: Strákarnir þurfa að þroskast andlegaÞað var þungt yfir Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, þegar blaðamaður Vísis náði loksins tali af honum eftir leik. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með mína menn í kvöld. Ég hefði viljað sjá meiri grimmd og sjá okkur höndla aðstæðurnar betur.” Guðlaugur var vonsvikinn yfir viðbrögðum leikmanna sinna í kvöld. „Vissulega er ég með ungt lið í höndunum, meðalaldurinn í kringum 20 ár en megin þorrinn í þessum hóp er búinn að vera að bera uppi meistaraflokkinn síðustu þrjú ár. Þessir strákar eru virkilega góðir í handbolta en þeir þurfa að þroskast andlega og það hratt til að stíga það sem skref sem þeir geta stigið og eiga að stíga.” Guðlaugur segir að leikmenn liðsins hafi nægan tíma en Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Mótið er þó bara nýbyrjað og engin ástæða til að örvænta, við höfum verið að spila vel heilt yfir. Við erum núna búnir að eiga tvo slæma leiki í röð og það er bara hlutverk okkar sem að liðinu standa og strákanna að rífa sig upp að nýju og mæta dýrvitlausir í næsta leik og sýna okkar rétta andlit og gera það allan leikinn.”
Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti