Haukur Heiðar Hauksson og félagar hans í AIK jöfnuðu Norrköping að stigum á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir unnu 0-1 sigur á Halmstads á útivelli í dag.
Eina mark leiksins var sjálfsmark en það kom á fjórðu mínútu í uppbótartíma.
Haukur lék allan leikinn fyrir AIK en hann hefur leikið 22 af 28 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu.
AIK er í 2. sæti deildarinnar með 60 stig, jafnmörg og Norrköping en lakari markatölu. Göteborg er svo í 3. sæti með 58 stig. Bæði Norrköping og Göteborg eiga leik til góða á AIK en þau spila bæði á morgun.
Mikilvægur sigur hjá AIK í toppbaráttunni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
