Starfsemi meðferðarheimila ungmenna skert eða liggur niðri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2015 12:26 Hluti starfsemi Stuðla liggur niðri. vísir/pjetur Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Unglingameðferðarheimilið Lækjarbakki er lokað á meðan verkfall SFR og sjúkraliða stendur yfir. Sömu sögu er að segja um hluta Stuðla. Á vegum Barnaverndarstofu starfa fjögur meðferðarheimili. Háholt og Laugaland eru rekin af einkaaðilum og eru þau opin. Neyðarþjónustan á Stuðlum hlaut undanþágu frá verkfallinu en sömu sögu er ekki að segja af greiningar- og meðferðarhluta Stuðla og Lækjarbakka.Bragi Guðbrandsson„Á Stuðlum eru sex börn að jafnaði og það voru fjögur börn á Lækjarbakka,“ segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu í samtali við Vísi. „Þau hafa öll verið send heim á meðan verkfallið er og munu að óbreyttu snúa aftur á miðvikudag. Þetta hefur áhrif á tíu til tólf pláss.“ Börnin sem dveljast á Lækjarbakka hafa lokið meðferð á Stuðlum eða BUGL og eru í framhaldsmeðferð. Enginn fer beint inn á Lækjarbakka. Meðferðin getur tekið allt að hálfu ári en í framhaldi getur við eftirmeðferð í allt að þrjá mánuði. Börnin eru á aldrinum fjórtán til átján ára. „Ef það verður áframhald á verkfallinu þá verður þetta allt sífellt erfiðara. Svona lokum hefur mjög neikvæð áhrif á meðferðardvöl barna og gífurleg hætta er á að meðferðarávinningur tapist niður,“ segir Bragi. Aðspurður um hvort að sótt hafi verið um verkfallsundanþágu segir Bragi að svo hafi ekki verið gert. „Þessi starfsemi flokkast ekki sem neyðarþjónusta og myndi aldrei fá undanþáguna.“ Líkt og áður segir er neyðarmóttaka Stuðla opin og svokölluð MST meðferð á vettvangi fjölskyldu og heimilis er enn í gangi en um hana sér starfsfólk í BHM.Uppfært 19. október klukkan 15.37 þar sem ranglega var talað um að Háolt væri lokað. Þar átti að standa Lækjarbakki.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00 Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir. 17. október 2015 07:00
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14