Ungverjar loka landamærum sínum að Króatíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2015 23:17 Gaddavír verður notaður til að loka landamærunum. vísir/epa Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02