Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2015 20:45 Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. Vegagerðin metur nú í samráði við Viðlagatryggingu Íslands hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónýta og reisa nýja. Þegar ákafinn sást í þessu mesta Skaftárhlaupi sögunnar að morgni 2. október var brúnni yfir Eldvatn lokað en hún er aðaltenging sveitabæja í Skaftártungu við hringveginn og þéttbýlið á Kirkjubæjarklaustri. Þegar hlaupinu slotaði sást að áin hafði brotið niður hamravegginn á löngum kafla í kringum brúarstæðið og hluti eystri brúarstöpulsins stendur nú í lausu lofti „Brúin er verr farin eftir þessi átök en við töldum í fyrstu og þarf að skoða ástandið enn betur til að fá fullvissu um ásigkomulagið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora undir brúarsporð Eldvatnsbrúar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin lét bora könnunarholur undir brúarsporðinn í síðustu viku og sýna þær að jarðlögin undir eru veik og kalla á grjótvörn. Í næstu viku er ætlunin að dýptarmæla ána undir brúnni til að unnt sé að meta hvað grjótvörn kostar, sem og annar stuðningur við stöpulinn, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverkfræðings hjá Vegagerðinni. Þá vonast menn jafnframt til að geta metið hvort hægt sé að leyfa takmarkaða umferð léttari bíla um brúna. „Það verður ekki opnað á næstunni, ekki fyrr en menn eru vissir um öryggið. Það er verið að reikna burðarþol, skoða stöðugleika stöpulsins að austan og fleira,“ segir Pétur. Jarðlögin undir eystri brúarstöplinum, sem grófst undan, eru talin veik.MYND/INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR Guðmundur Valur segir ljóst að bráðabirgðaviðgerð kosti ekki undir 20 milljónum króna, hugsanlega eitthundrað milljónir, og hún myndi ekki verja brúna fyrir öðru Skaftárhlaupi af sömu stærð. Hann segir brúna tryggða hjá Viðlagatryggingu. Þegar kostnaðarmat á bráðabirgðaviðgerð liggi fyrir verði ákveðið hvort viðgerð svari kostnaði eða hvort skynsamlegra sé að dæma brúna ónothæfa og hefja undirbúning að smíði nýrrar. Í næstu viku verður dýpi mælt við brúarsporðinn til að meta kostnað við grjótvörn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Brúin hefur verið lokuð frá 2. október. Vegna þess hefur ferðatími milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustur lengst um 25-30 mínútur, hvora leið. Hjáleið er um gamla þjóðveginn um Hrífunes.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Hlaup í Skaftá Vegagerð Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira