Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2015 22:00 IKEA-geitin í allri sinni dýrð. Vísir/Stefán Jólin eru komin í IKEA og komu raunar í gær. Verslunin er skreytt að innan sem utan en enn eitt árið er það sex metra há jólageit sem stelur senunni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að alltaf sé miðað við dagsetninguna 15. október. Þá reyni þeir að hafa búðina tilbúna að innan sem utan og sömuleiðis svæðið umhverfis verslunina. Jólageitin fór einmitt upp í gær en óhætt er að segja að um frægustu geit landsins sé að ræða, og mögulega þá umdeildustu. Um sjö ára hefð er að ræða í Garðabænum. Af einhverjum sökum hafa óprúttnir aðilar gert tilraunir til að kveikja í henni undanfarin ár. Sumum hefur tekist ætlunarverk sitt en öðrum ekki.Starfsmenn að koma geitinni upp við Kauptún í gær.Mynd/IKEAEldsprengjur og bensín „Það var aðallega í byrjun. Þá fengum við tvö eða þrjú ár þar sem menn reyndu mjög stíft að kveikja í geitinni með eldsprengjum og bensíni. Þetta hefur verið heldur rólegra seinni ár,“ segir Þórarinn. Þó hafi verið gerðar nokkrar tilraunir í fyrra en án árangurs. Ástæðan er mögulega öryggisgæslan en þar slær sænski húsgagnaframleiðandinn hvergi af. „Við erum með sólarhringsgæslu á geitinni,“ segir Þórarinn. Bæði eru myndavélar sem snúa að geitinni auk þess sem rafmagnsgirðing er umhverfis hana. „Maður gerir það sem þarf, eða það sem maður heldur að dugi,“ segir framkvæmdastjórinn. „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina.“Geitin í ljósum logum.Skynsemin beri fólk ofurliði Þórarinn telur geitina einnig hafa fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér sé um ein milljón króna. „Fólk er ragara þegar það sér hvað þetta eru mikil verðmæti. Nú sér fólk að það er hellings peningur í þessu. Ég held að skynsemin beri menn ofurliði.“ Hefðin er komin frá Svíþjóð og Þórarinn kann svo sannarlega að meta geitina. „Mér finnst hún voðalega flott, sérstaklega þegar er komið myrkur og farið að snjóa aðeins á hana. Hún er ótrúlega skemmtilegt skraut. Hún er orðin tákn Kauptúnsins þótt hún standi á lóð IKEA,“ segir Þórarinn. Hann óttast ekkert skemmdarverk. „Við höfum þá hefð að í hvert skipti sem geitin er brennd þá gerum við stærri geit næst. Hún byrjaði í fjórum metrum og er sex metrar núna og hefur fengið að vera það meira og minna óskemmd síðan.“ Tengdar fréttir Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Jólin eru komin í IKEA og komu raunar í gær. Verslunin er skreytt að innan sem utan en enn eitt árið er það sex metra há jólageit sem stelur senunni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að alltaf sé miðað við dagsetninguna 15. október. Þá reyni þeir að hafa búðina tilbúna að innan sem utan og sömuleiðis svæðið umhverfis verslunina. Jólageitin fór einmitt upp í gær en óhætt er að segja að um frægustu geit landsins sé að ræða, og mögulega þá umdeildustu. Um sjö ára hefð er að ræða í Garðabænum. Af einhverjum sökum hafa óprúttnir aðilar gert tilraunir til að kveikja í henni undanfarin ár. Sumum hefur tekist ætlunarverk sitt en öðrum ekki.Starfsmenn að koma geitinni upp við Kauptún í gær.Mynd/IKEAEldsprengjur og bensín „Það var aðallega í byrjun. Þá fengum við tvö eða þrjú ár þar sem menn reyndu mjög stíft að kveikja í geitinni með eldsprengjum og bensíni. Þetta hefur verið heldur rólegra seinni ár,“ segir Þórarinn. Þó hafi verið gerðar nokkrar tilraunir í fyrra en án árangurs. Ástæðan er mögulega öryggisgæslan en þar slær sænski húsgagnaframleiðandinn hvergi af. „Við erum með sólarhringsgæslu á geitinni,“ segir Þórarinn. Bæði eru myndavélar sem snúa að geitinni auk þess sem rafmagnsgirðing er umhverfis hana. „Maður gerir það sem þarf, eða það sem maður heldur að dugi,“ segir framkvæmdastjórinn. „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina.“Geitin í ljósum logum.Skynsemin beri fólk ofurliði Þórarinn telur geitina einnig hafa fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér sé um ein milljón króna. „Fólk er ragara þegar það sér hvað þetta eru mikil verðmæti. Nú sér fólk að það er hellings peningur í þessu. Ég held að skynsemin beri menn ofurliði.“ Hefðin er komin frá Svíþjóð og Þórarinn kann svo sannarlega að meta geitina. „Mér finnst hún voðalega flott, sérstaklega þegar er komið myrkur og farið að snjóa aðeins á hana. Hún er ótrúlega skemmtilegt skraut. Hún er orðin tákn Kauptúnsins þótt hún standi á lóð IKEA,“ segir Þórarinn. Hann óttast ekkert skemmdarverk. „Við höfum þá hefð að í hvert skipti sem geitin er brennd þá gerum við stærri geit næst. Hún byrjaði í fjórum metrum og er sex metrar núna og hefur fengið að vera það meira og minna óskemmd síðan.“
Tengdar fréttir Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sænska jólageitin fauk um koll Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. En mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2013 14:48
Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19
Brenndu jólageit Ikea - milljón króna tjón "Geitin kostaði milljón,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, en jólageitin var brennd til grunna síðustu helgi, en hún var reyndar einnig brennd niður fyrir tveimur árum síðan. 3. desember 2012 16:01
„Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09
Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu