Sjötta Die Hard mun gerast í nútímanum og fortíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 09:59 Það verður spennandi að sjá útkomu sjöttu Die Hard myndarinnar, ef af henni verður. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira