Tekur lítil skref í átt frá Eurovision-Maríu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 16. október 2015 08:30 María er bæði spennt og stressuð fyrir því að lagið komi út. Mynd/Jónatan Grétarsson Ég er ekki búin að gefa út lag síðan ég tók þátt í Eurovision og er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég eigi að gera,“ segir María Ólafsdóttir söngkona sem líkt og vel flestir vita tók þátt í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum. „Valdi vinur minn samdi lagið og leyfði mér að heyra. Ég féll strax fyrir því og samdi texta við lagið,“ segir María og bætir við: „Þetta er í rauninni fyrsti textinn sem ég skrifa sjálf, ég hjálpaði aðeins til við textann við Eurovision-lagið.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áður reynt fyrir sér sem textahöfundur segir María textasmíðina hafa gengið fremur átakalaust fyrir sig. „Ég heyrði demó af laginu, hlustaði á það nokkrum sinnum og svo kom bara textinn á einu kvöldi,“ segir hún. „Ég held að flestir geti tengt við textann að einhverju leyti. Hann fjallar um það að líða illa en hafa verið á stað þar sem manni líður betur og vilja komast á hann aftur.“ María söng lagið Tek lítil skref, eða Unbroken líkt og það útleggst á ensku í Vín. Lagið vakti lukku hér á landi en komst ekki upp úr undankeppninni þar ytra. María segir nýja lagið laust við Eurovision-fílinginn. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið frábrugðið því sem ég hef verið að gera en það er samt alveg minn stíll,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég vil ekki festast í Eurovision-Maríu.“ Og þegar hún er spurð að því hvort hún stefni á að taka þátt í Eurovision á næstunni er svarið stutt og laggott: „Allavega ekki í ár, en aldrei að segja aldrei.“ Hún segir stefnuna setta á að halda áfram að senda frá sér nýtt efni og undanfarið hafi hún verið að fá tilboð frá lagahöfundum. „Ég ætla að halda áfram. Það hefur líka verið áhugi að utan frá erlendum lagahöfundum sem eru búnir að vera að senda umboðsmanninum mínum demó. Þannig að ég er að skoða það og vonandi gerist eitthvað í því.“ Annars er nóg um að vera hjá söngkonunni þar sem líkt og hjá öðrum í hennar geira er að fara í hönd einn annasamasti tími ársins, sjálf jólatörnin og mun hún meðal annars að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar og á jólatónleikum Friðriks Ómars auk þess sem hún bregður sér reglulega í gervi Sollu Stirðu. Og þrátt fyrir að hafa staðið á sviði fyrir framan margar milljónir þá viðurkennir hún að það sé ögn taugatrekkjandi að gefa út eigið efni í fyrsta sinn en lagið verður frumflutt í útvarpi á Bylgjunni í dag klukkan 14.00 en hlusta má einnig á lagið í spilaranum hér fyrir neðan neðan. „Ég er mjög spennt en það er líka smá hnútur í maganum af því að þetta er fyrsta lagið, en maður verður náttúrulega að byrja einhvers staðar.“ SomedayThoughts are running through my mind Its so hard to leave some things behind What if and what will happend if Idont get this right Trying hard to let things go If I cry than my weakness starts to show I cant keep on living like this anymore You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day l´ll find the wayGotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Thoughts are running through my mind About the day you came into my life You picked me up and said that everything will be fine Never wanna let you go This feeling is real, aint growing old I will never be alone, on my own You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day I'll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Eurovision Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Ég er ekki búin að gefa út lag síðan ég tók þátt í Eurovision og er búin að vera að hugsa mikið um hvað ég eigi að gera,“ segir María Ólafsdóttir söngkona sem líkt og vel flestir vita tók þátt í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum. „Valdi vinur minn samdi lagið og leyfði mér að heyra. Ég féll strax fyrir því og samdi texta við lagið,“ segir María og bætir við: „Þetta er í rauninni fyrsti textinn sem ég skrifa sjálf, ég hjálpaði aðeins til við textann við Eurovision-lagið.“ Þrátt fyrir að hafa ekki áður reynt fyrir sér sem textahöfundur segir María textasmíðina hafa gengið fremur átakalaust fyrir sig. „Ég heyrði demó af laginu, hlustaði á það nokkrum sinnum og svo kom bara textinn á einu kvöldi,“ segir hún. „Ég held að flestir geti tengt við textann að einhverju leyti. Hann fjallar um það að líða illa en hafa verið á stað þar sem manni líður betur og vilja komast á hann aftur.“ María söng lagið Tek lítil skref, eða Unbroken líkt og það útleggst á ensku í Vín. Lagið vakti lukku hér á landi en komst ekki upp úr undankeppninni þar ytra. María segir nýja lagið laust við Eurovision-fílinginn. „Ég myndi segja að þetta væri svolítið frábrugðið því sem ég hef verið að gera en það er samt alveg minn stíll,“ segir hún glöð í bragði og bætir við: „Ég vil ekki festast í Eurovision-Maríu.“ Og þegar hún er spurð að því hvort hún stefni á að taka þátt í Eurovision á næstunni er svarið stutt og laggott: „Allavega ekki í ár, en aldrei að segja aldrei.“ Hún segir stefnuna setta á að halda áfram að senda frá sér nýtt efni og undanfarið hafi hún verið að fá tilboð frá lagahöfundum. „Ég ætla að halda áfram. Það hefur líka verið áhugi að utan frá erlendum lagahöfundum sem eru búnir að vera að senda umboðsmanninum mínum demó. Þannig að ég er að skoða það og vonandi gerist eitthvað í því.“ Annars er nóg um að vera hjá söngkonunni þar sem líkt og hjá öðrum í hennar geira er að fara í hönd einn annasamasti tími ársins, sjálf jólatörnin og mun hún meðal annars að syngja á Jólagestum Björgvins Halldórssonar og á jólatónleikum Friðriks Ómars auk þess sem hún bregður sér reglulega í gervi Sollu Stirðu. Og þrátt fyrir að hafa staðið á sviði fyrir framan margar milljónir þá viðurkennir hún að það sé ögn taugatrekkjandi að gefa út eigið efni í fyrsta sinn en lagið verður frumflutt í útvarpi á Bylgjunni í dag klukkan 14.00 en hlusta má einnig á lagið í spilaranum hér fyrir neðan neðan. „Ég er mjög spennt en það er líka smá hnútur í maganum af því að þetta er fyrsta lagið, en maður verður náttúrulega að byrja einhvers staðar.“ SomedayThoughts are running through my mind Its so hard to leave some things behind What if and what will happend if Idont get this right Trying hard to let things go If I cry than my weakness starts to show I cant keep on living like this anymore You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day l´ll find the wayGotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before Thoughts are running through my mind About the day you came into my life You picked me up and said that everything will be fine Never wanna let you go This feeling is real, aint growing old I will never be alone, on my own You always say Keep your head up Life is waiting Show the world Who you really are Some day I'll find the way Gotta hold on Gotta be strong To get back on the road Where I used to be before before
Eurovision Tónlist Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira