Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius verður látinn laus úr fangelsi á þriðjudag og verður gert að ljúka afplánun sinni í stofufangelsi. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í október á síðasta ári fyrir að hafa skotið unnustu sína, Reevu Steenkamp, til bana í febrúar 2013.
Nefnd sem fer með reynslulausn fanga kom saman í Pretóríu í dag og varð niðurstaða nefndarinnar sú að Pistoríus skyldi frjáls ferða sinna. Síðast í ágúst komst nefndin þó að þessari sömu niðurstöðu en dómsmálaráðherra í Suður-Afríku ákvað að heimila hana ekki.
Saksóknarar höfðu krafist þess að Pistoríus fengi að minnsta kosti tíu ára fangelsisdóm, en verjendur töluðu fyrir því að hann fengi að sitja í stofufangelsi eða gegna samfélagsþjónustu. Hann fékk sem fyrr segir fimm ára dóm, en saksóknari hefur áfrýjað þeim dómi og verður málið tekið fyrir í næsta mánuði.
Pistorius laus úr fangelsi í næstu viku

Tengdar fréttir

Ákvörðun um lausn Pistorius tekin í næsta mánuði
Oscar Pistorius hefur nú afplánað tíu mánuði af fimm ára dómi sínum.

Dómsmálaráðherra heldur Pistorius í steininum
Það verður ekkert af því að Oscar Pistorius sleppi úr fangelsi á morgun eins og til stóð.

Pistorius ekki sleppt á föstudaginn
Dómsmálaráðuneyti Suður-Afríku hefur komið í veg fyrir að Oscar Pistorius hljóti reynslulausn.

Pistorius gert að sækja tíma hjá geðlækni
Oscar Pistorius afplánar nú fimm ára dóm fyrir morð á kærustu sinni en honum var nýlega neitað um reynslulausn.

Peningar Pistorius búnir
Búist er við að dómarinn í málinu geri grein fyrir ákvörðun refsingar á þriðjudaginn í næstu viku.

Pistorius klárar afplánun sína í glæsivillu
Oscar Pistorius mun losna úr fangelsi í vikunni og flytja inn í glæsihús þar sem hann klárar sína afplánun.