„Við söngvararnir hlæjum og skemmtum okkur konunglega allan daginn“ Magnús Guðmundsson skrifar 15. október 2015 11:30 Gissur Páll Gissurarson og Oddur Arnþór Jónsson í hlutverkum sínum. Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hin vel þekkta gamanópera Rossinis Rakarinn frá Sevilla er haustverkefni Íslensku óperunnar í ár og verður frumsýning næsta laugardag í Eldborg Hörpu. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígarós, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Rakarinn frá Sevilla hefur notið vinsælda og velgengni í tæp 200 ár allt frá frumflutningi árið 1816 og Oddur segist vissulega vona að það verði nú ekki lát á þessum vinsældum nú þegar hann stígur á svið á laugardagskvöldið í hlutverki rakarans geðþekka. „Í grunninn er þetta einföld ástarsaga. Greifinn Almaviva fellur fyrir Rosinu og þráir ekkert heitar en að ná ástum hennar. En Rosina býr hjá verndara sínum Bartolo og hann ætlar að giftast henni á þessum degi sem óperan gerist á. Þannig að greifinn fær rakarann ráðagóða til liðs við sig til þess að bjarga málum og þeir þurfa að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Rakarinn er svona gaur sem þarf að bjarga öllu, hann er algjör vængmaður eins og sagt er, enda með það eina markmið að koma greifanum og Rosinu saman.“Oddur Arnþór Jónsson fer með hlutverk Rakarans frá Sevilla í Íslensku Óperunni.Visir/ErnirOddur segist halda að það sem liggi að baki þessum tveggja alda vinsældum verksins sé einfaldlega fyrst og fremst samþætting einfaldrar og skemmtilegrar sögu og áheyrilegrar tónlistar. „Þetta bara passar allt svo vel saman og er fyndið og skemmtilegt. En fyrir þá sem hafa áhyggjur af kunnáttuleysi í ítölskunni má benda á að sýningin er textuð þannig að það þarf enginn að missa af neinu. Við reynum líka að gera allt skýrt og skemmtilegt þannig að fólk njóti sýningarinnar vel. En svo erum líka með alveg fádæma skemmtilegan hóp á sviðinu og það skiptir líka miklu máli. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með Gissuri Páli Gissurarsyni sem fer með hlutverk greifans. Gissur er svona gaur sem er bara ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og við erum saman í búningsklefa og alltaf saman á sviðinu líka þannig að við erum bara brosandi hringinn allan liðlangan daginn.“ Oddur segir að þrátt fyrir öll þessi skemmtilegheit þá sé það ekkert endilega léttara verkefni að takast á við hlutverk á borð við rakarann en dramatískari hlutverk. „Mér finnst rosa gott að syngja dramatísk hlutverk og taka dramatíkina út þar. Það er reyndar mjög erfitt að syngja hlutverk rakarans, maður má kannski ekki segja svona, en þetta liggur mjög hátt svo þetta er ekkert sem maður gerir bara með vinstri. Núna í frumsýningarvikunni þarf maður aðeins að passa sig og svo fær maður frí á föstudagskvöldið til þess að vera vel hvíldur og ferskur á laugardagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira