Ótrúlegt að fólk úti í heimi sé að hlusta Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2015 08:30 Karólína Jóhannsdóttir vann söngkeppni framhaldsskólanna í apríl síðastliðnum. Vísir/AntonBrink Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson. Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson.
Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið