Höfrungahlaupið og friðarskylda Þórólfur Matthíasson skrifar 15. október 2015 07:00 Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Á verðbólguframsóknarárunum bjuggu aðilar vinnumarkaðarins til sjálfvirkt en ósjálfbært launahækkunarkerfi með því að verðlagsleiðrétta laun á þriggja mánaða fresti. Afleiðingin varð margþvælt og margþætt hörfrungahlaup þar sem launabreytingar kölluðu á verðbreytingar sem kölluðu á launahækkanir og svo koll af kolli. Kerfinu var kippt úr sambandi eftir að árshraði verðbólgunnar hafði komist í eða yfir 100% og í ljósi fyrirliggjandi aflabrests árið 1983. Á síðustu misserum hefur aðilum vinnumarkaðarins aftur tekist að koma sér í nauð sjálfvirkra hækkanareglna. Á framsóknaráratugunum sögðust menn vera að semja um raunlaun. Núna er viðmiðunin að hver launþegahópur haldi sínu sæti samanborið við alla aðra. Þessi nýja aðferðafræði er alveg jafn eitruð og verðlagsleiðréttingin forðum daga. Á ytra borði búa Noregur og Svíþjóð við svipaða uppbyggingu vinnumarkaðarins og við. Þar búa útflutningsgreinar sem ekki ráða verðlagningu afurða sinna í sambýli við greinar sem þjónusta innlendan markað og geta auðveldlega velt kostnaðarhækkunum yfir í verðlagið. Rétt eins og á Íslandi. Þó hefur launahækkunartakturinn verið annar og raunlaunahækkun meiri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa réttilega bent á að árangur þessara landa megi rekja til þess hversu mótandi áhrif útflutningsgreinarnar hafa á almenna nafnlaunahækkun. Valin verkalýðsfélög á almennum markaði semja fyrst við samtök útflutningsfyrirtækja. Almennar hækkanir sem þessar aðilar semja um ganga yfir til allra á almenna markaðnum.Sérkjarasamningar En þar með er ekki öll sagan sögð. Meira en helmingur launahækkana á almennum markaði eiga uppruna sinn í sérkjarasamningum sem gerðir eru í hverju fyrirtæki fyrir sig eftir að heildarsamtök hafa lokið sínum samningum. Verkalýðsfélögin geta beitt verkfallsvopninu í stóru samflotunum. Fyrirtækjasamningarnir eru gerðir undir formerkjum friðarskyldu. Deildir verkalýðsfélaganna og yfirmenn hvers fyrirtækis fyrir sig semja um hagræðingaraðgerðir (draga úr mannahaldi, hagræða kaffitímum, stytta verkferla) og skipta ávinningnum á milli sín. Þetta fyrirkomulag dregur úr þrýstingi á almennar launahækkanir og á sinn þátt í hraðri framleiðniþróun í löndunum tveimur. Þess ber að geta að illa hefur gengið að koma þessu tveggja þrepa kerfi á í opinbera geiranum, enda er “varan” sem hið opinbera framleiðir flóknari og erfiðari í mælingu en tilfellið er í einkageiranum. En aukin tölvuvæðing og bættar mælingaraðferðir eru að breyta þeirri mynd. Af umræðu um norræna samningalíkanið undanfarnar vikur hefur mátt skilja að inntak þess væri að þvinga stéttarfélög og atvinnurekendur utan útflutningsgreinanna til að fara eftir forskrift sem gefin væri af stéttarfélögum og atvinnurekendum innan þess hóps. Það er fjarri lagi hvað varðar fyrirtækjasamningana. Verði fyrirtæki og stéttarfélag sammála um hagræðingarleiðir skipta aðilar ávinningi hagræðingarinnar á milli sín. Þetta getur átt við bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Það fer því víðsfjarri að allir launþegar sitji við sama launahækkunarborðið allan tímann. Þar er sveigjanleiki stikkorð frekar en stífni. Í lokin má geta þess að framhaldsskólasamningurinn sem gerður var sl. vor bar ýmis merki fyrirtækjasamnings af norrænu gerðinni, þar sem aðilar komu sér saman um hagræðingaraðgerðir og skiptu með sér fjárhagslegum ávinningi, báðum til hagsbóta ef að líkum lætur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun