Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.
Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.
— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015
Hættum að tala um tölvupóstana!
Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni
„Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“
Hillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012.
„Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“
Besta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.
Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.
Frambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg.