Brot af því besta úr kappræðum Demókrata í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2015 10:45 Sanders og Clinton áttu sviðið í gær. Vísir/Getty Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Sjá meira
Í nótt fór fram fyrsta kappræða frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur eru sammála um það að í kappræðunum hafi Hillary Clinton sýnt það að hún væri sterkasti frambjóðandi flokksins. Í greiningu síðunnar VOX á kappræðunum segir að helsta afrek Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að sterkur frambjóðandi byði sig fram á móti henni. Það hafi sýnt sig í gær þegar hún tókst á við Bernie Sanders, Jim Webb, Lincoln Chafee og Martin O'Malley.Strong night for Hillary - will calm Dem nerves & tamp down Biden buzz. She helped herself a good deal, was elevated by comparison.— Jonathan Martin (@jmartNYT) October 14, 2015 Vísir hefur tekið saman brot af því besta úr kappræðunum sem má sjá hér fyrir neðan. Hættum að tala um tölvupóstana!Það sem hefur helst skaðað forsetaframboð Hillary Clinton er rannsókn á tölvupóstmálum hennar á meðan hún var utanríkisráðherra. Hún er sökuð um að hafa geymt tölvupósta á eigin vefþjón, fremur en vefþjón bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem er óleyfilegt. Hún var spurð um þetta í kappræðunum í nótt en Bernie Sanders stal senunni þegar hann sagðist vera orðinn þreyttur á þessum tölvupóstum og krafðist þess að umræðan myndi snúast um alvöru málefni „Í Bandaríkjunum standa 27 milljón manns frammi fyrir fátækt. Ég er búinn að fá nóg af þessum tölvupóstum. Tölum um málefni sem skipta Bandaríkin máli!“Benghazi-nefndinHillary Clinton ásakði repúblikana um að nota Fulltrúadeild bandaríska þingsins til þess að skaða forsetaframboð sitt með því að kalla saman sérstaka nefnd til að rannsaka árás hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjanna í Benghazi í Lýbíu árið 2012. „Þessi nefnd hefur nú þegar eytt 4,5 milljónum dollara af skattpeningum okkar. Það er alveg augljóst hvert markmið þeirra er.“NeiBesta lína kvöldsins var líklega ekki löng. Lincoln Chafee gagnrýndi Clinton fyrir tölvupóstmálið og sagði að leiðtogi Bandaríkjanna þyrfti að hafa ákveðinn trúverðugleika. Anderson Cooper, stjórnandi umræðunnar spurði hvort að Clinton vildi svara en hún svaraði einfaldlega, við mikil fagnaðarlæti, nei.Hvað er demókratískur sósíalismi? Bernie Sanders segist vera demókratískur sósíalisti en í Bandaríkjunum vekur orðið sósíalisti óneitanlega hugrenningatengsl við Sovétríkin. Það þykir því nokkuð ótrúlegt hversu mikinn stuðning forsetaframboð Sanders hefur fengið að undanförnu. Hann segir þó að sósíalismi og demókratískur sósíalismi sé ekki það sama og útskýrði hann í gær hvað demókratískur sósíalismi stendur fyrir.Dæmið mig af óvinum mínumFrambjóðendurnir fengu allir að svara hvaða óvin þeir væru stoltastir af því að eiga. Svörin voru margvísleg.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Fleiri fréttir McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Repúblikanar leiða gegn Clinton í þremur lykilfylkjum Hillary Clinton og aðrir demókratar mælast með minna fylgi en andstæðingar þeirra í skoðanakönnun. 23. júlí 2015 07:00
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. 13. október 2015 07:00