Lambið og hænan Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 14. október 2015 07:00 Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun