Bílskúrinn: Rússnesk rúlletta Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. október 2015 07:15 Mercedes liðið fagnar heimsmeistaratitlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, Nico Rosberg hætti keppni og Kimi Raikkonen gerði Mercedes að heimsmeisturum bílasmiða 2015. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton er kominn með aðra höndina og þumal hinnar á heimsmeistaratitilinn.Vísir/GettyHvernig verður Hamilton meistari? Ef Hamilton nær í níu stigum meira en Sebastian Vettel og tveimur stigum meira en Rosberg í næstu keppni í Austin, Texas verður Hamilton heimsmeistari ökumanna annað árið í röð og í þriðja skipti á ferlinum. Nái Hamilton að koma fyrstur í mark í Austin þarf Vettel að verða annar til að halda voninni á lífi. Rosberg má ekki við miklu, tvö stig eru lítið í Formúlu 1 í dag enda 25 stig í boði fyrir fyrsta sæti. Raunin er sú að Hamilton er kominn með aðra hönd á þriðja heimsmeistaratitilinn en vill ekki ræða það mikið fyrr en það er komið. „Hey, þetta er ekki komið í hús ennþá, spurðu mig aftur ef ég landa titlinum,“ sagði Hamilton aðspurður hvernig það verður að vera þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1.Valtteri Bottas var allt annað en sáttur með samlanda sinn hjá Ferrari, Kimi Raikkonen.Vísir/GettyBottas var brjálaðurValtteri Bottas á Williams var ný búinn að taka fram úr Sergio Perez á Force India og var kominn í þriðja sæti. Raikkonen kom strax á eftir honum fram úr Perez. Skömmu seinna kom Raikkonen að innanverðu inn í beygju og reyndi að taka fram úr Bottas. Afleiðingarnar voru þær að Bottas beygði fyrir Raikkonen og þeir lentu í samstuði sem batt enda á keppni Bottas á síðasta hring. Grátlegt fyrir Bottas enda á leið á pall. Hann var líka á góðri leið með að tryggja Williams gríðarlega mikilvæg stig. Hann var að vonum svekktur eftir keppnina. „Mér er eiginlega sama hvort Kimi verður refsað, ég fæ ekki stigin og fer héðan stigalaus,“ sagði Bottas eftir keppnina. 30 sekúndum var bætt við keppnistíma Raikkonen í refsiskyni. Hann kom í mark í fimmta sæti en varð áttundi með refsingunni. Það gerði það að verkum að Mercedes varð heimsmeistari bílasmiða 2015. Það má því segja að Raikkonen hafi gert Mercedes að meisturum. Það er einnig áhugavert að skoða ákvörðun dómaranna. Það er engin föst regla um hvað gerist þegar ökumaður er keyrður út úr keppninni í þriðja sæti á síðasta hring svo dómararnir höfðu í raun ákvörðunarvald um það hvort Mercedes yrðu meistarar.Sergio Perez var innilega kátur með úrslit helgarinnar.Vísir/GettyHvernig komst Perez á pall? Seinni öryggisbíllinn kom út þegar Romain Grosjean á Lotus lenti á varnarvegg á 12. hring. Þá skaust Perez inn á þjónustusvæðið og skipti um dekk. Hann gerði það ekki aftur í keppninni. Perez sýndi góðan akstur og mikla þolinmæði við að spara dekkjunum. Bottas og Raikkonen komu svo fljúgandi að honum þegar stutt var eftir af keppninni. Perez varðist vel og gerði allt sem hann gat á gjörónýtum dekkjum. Perez endaði svo uppi sem eini eftirlifandi í rússneskri rúlletu um þriðja sætið með þremur þátttakendum. Raikkonen keyrði Bottas út úr keppninni og skemmdi bílinn sinn og haltraði heim.Verða Helmut Marko og Christian Horner þvingaðir út úr Fomúlu 1. Það gæti verið, fái þeir ekki vél.Vísir/GettyVerður Red Bull vélarvana?Bernie Ecclestone segir að þótt Red Bull hafi fengið neitun hjá Mercedes geti nei stundum þýtt kannski. Ecclestone talar svona í alvörunni hann er jú einráður í Formúlu 1. Kannski er bara Red Bull-Mercedes liðið til að fylgjast með á næsta ári. Ferrari hefur boðist til að skaffa Toro Rosso 2015 vélar sínar. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner fór á fund Renault í vikunni. Væntanlega með skottið á milli lappanna. Enda sleit Red Bull einhliða samningi sínum við Renault eftir að hafa þegar úthúðað Renault með skömmum í fjölmiðlum. Ekki fallegur skilnaður það. Hver veit hvort Red Bull hefur vél á næsta ári, enginn í augnablikinu. Vonandi skýrist það á næstu dögum eða vikum. Það væri eftirsjá eftir Red Bull úr Formúlu 1.Wolff (liðsstjóri Mercedes) og Arrivabene (liðsstjóri Ferrari) klæða sig kannski í eins hversdagsföt en þeir fara sennilega ekki saman að versla. Verða þetta helstu keppinautar næsta árs.Vísir/GettyGetur Ferrari keppt við Mercedes 2016? Mercedes liðið er þegar byrjað að nota vélina sem það ætlar að byrja með á næsta ári. Ferrari íhugar nú að gera það sama. Kannski verður vélin notuð í næstu keppni í Austin, Texas í Bandaríkjunum. Hugmyndin er þá að nota síðustu fjórar keppnir tímabilsins sem hreinan undirbúning fyrir næsta ár. „Sú staðreynd að Sebastian er annar í keppni ökumanna núna breytir stöðunni aðeins. Við erum með vasareiknanna uppi við og erum að skoða hvað er best fyrir okkur að gera,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. Komi til þess að Ferrari noti nýju vélina þá þurfa báðir ökumenn liðsins að sætta sig við refsingu í kjölfarið enda báðir bryjaðir að nota fjórðu vél ársins. Já, vonandi getur Ferrari keppt við Mercedes á næsta ári. Það bendir ýmislegt til þess að keppnin verði harðari 2016. „Ég vona að Sebastian verði meiri ógn á næsta ári, ég held að það gæti verið svakalega skemmtileg barátta okkar á milli,“ sagði Hamilton aðspurður um hugsanlegar framfarir Ferrari. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes var á sama máli, hann sagðist reyndar trúa því að sú verði raunin. Það yrði væntanlega goðsagnakennd barátta Hamilton gegn Vettel. Formúla Tengdar fréttir Mercedes er heimsmeistari bílasmiða Eftir að Kimi Raikkonen hlaut refsingu er ljóst að Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða annað árið í röð. 11. október 2015 15:00 Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00 Wolff: Þýðir lítið að ætla að róa Rosberg niður Lewis Hamilton vann sína 42. keppni í Formúlu 1 í dag. Mercedes er hugsanlega heimsmeistari, það fer eftir ákvörðun dómaranna, hvort þeir refsa Kimi Raikkonen. Hver sagði hvað eftir keppnina? 11. október 2015 15:30 Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt. 11. október 2015 12:38 Finnskur árekstur á lokahringnum | Sjáðu atvikið Finnskur árekstur á milli Bottas og Raikkonen á lokahring Formúlunnar í dag gerði það að verkum að Pérez gat skotist fram úr Raikkonen á lokametrunum og tekið síðasta sætið á verðlaunapallinum í Sochi. 11. október 2015 15:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, Nico Rosberg hætti keppni og Kimi Raikkonen gerði Mercedes að heimsmeisturum bílasmiða 2015. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton er kominn með aðra höndina og þumal hinnar á heimsmeistaratitilinn.Vísir/GettyHvernig verður Hamilton meistari? Ef Hamilton nær í níu stigum meira en Sebastian Vettel og tveimur stigum meira en Rosberg í næstu keppni í Austin, Texas verður Hamilton heimsmeistari ökumanna annað árið í röð og í þriðja skipti á ferlinum. Nái Hamilton að koma fyrstur í mark í Austin þarf Vettel að verða annar til að halda voninni á lífi. Rosberg má ekki við miklu, tvö stig eru lítið í Formúlu 1 í dag enda 25 stig í boði fyrir fyrsta sæti. Raunin er sú að Hamilton er kominn með aðra hönd á þriðja heimsmeistaratitilinn en vill ekki ræða það mikið fyrr en það er komið. „Hey, þetta er ekki komið í hús ennþá, spurðu mig aftur ef ég landa titlinum,“ sagði Hamilton aðspurður hvernig það verður að vera þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1.Valtteri Bottas var allt annað en sáttur með samlanda sinn hjá Ferrari, Kimi Raikkonen.Vísir/GettyBottas var brjálaðurValtteri Bottas á Williams var ný búinn að taka fram úr Sergio Perez á Force India og var kominn í þriðja sæti. Raikkonen kom strax á eftir honum fram úr Perez. Skömmu seinna kom Raikkonen að innanverðu inn í beygju og reyndi að taka fram úr Bottas. Afleiðingarnar voru þær að Bottas beygði fyrir Raikkonen og þeir lentu í samstuði sem batt enda á keppni Bottas á síðasta hring. Grátlegt fyrir Bottas enda á leið á pall. Hann var líka á góðri leið með að tryggja Williams gríðarlega mikilvæg stig. Hann var að vonum svekktur eftir keppnina. „Mér er eiginlega sama hvort Kimi verður refsað, ég fæ ekki stigin og fer héðan stigalaus,“ sagði Bottas eftir keppnina. 30 sekúndum var bætt við keppnistíma Raikkonen í refsiskyni. Hann kom í mark í fimmta sæti en varð áttundi með refsingunni. Það gerði það að verkum að Mercedes varð heimsmeistari bílasmiða 2015. Það má því segja að Raikkonen hafi gert Mercedes að meisturum. Það er einnig áhugavert að skoða ákvörðun dómaranna. Það er engin föst regla um hvað gerist þegar ökumaður er keyrður út úr keppninni í þriðja sæti á síðasta hring svo dómararnir höfðu í raun ákvörðunarvald um það hvort Mercedes yrðu meistarar.Sergio Perez var innilega kátur með úrslit helgarinnar.Vísir/GettyHvernig komst Perez á pall? Seinni öryggisbíllinn kom út þegar Romain Grosjean á Lotus lenti á varnarvegg á 12. hring. Þá skaust Perez inn á þjónustusvæðið og skipti um dekk. Hann gerði það ekki aftur í keppninni. Perez sýndi góðan akstur og mikla þolinmæði við að spara dekkjunum. Bottas og Raikkonen komu svo fljúgandi að honum þegar stutt var eftir af keppninni. Perez varðist vel og gerði allt sem hann gat á gjörónýtum dekkjum. Perez endaði svo uppi sem eini eftirlifandi í rússneskri rúlletu um þriðja sætið með þremur þátttakendum. Raikkonen keyrði Bottas út úr keppninni og skemmdi bílinn sinn og haltraði heim.Verða Helmut Marko og Christian Horner þvingaðir út úr Fomúlu 1. Það gæti verið, fái þeir ekki vél.Vísir/GettyVerður Red Bull vélarvana?Bernie Ecclestone segir að þótt Red Bull hafi fengið neitun hjá Mercedes geti nei stundum þýtt kannski. Ecclestone talar svona í alvörunni hann er jú einráður í Formúlu 1. Kannski er bara Red Bull-Mercedes liðið til að fylgjast með á næsta ári. Ferrari hefur boðist til að skaffa Toro Rosso 2015 vélar sínar. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner fór á fund Renault í vikunni. Væntanlega með skottið á milli lappanna. Enda sleit Red Bull einhliða samningi sínum við Renault eftir að hafa þegar úthúðað Renault með skömmum í fjölmiðlum. Ekki fallegur skilnaður það. Hver veit hvort Red Bull hefur vél á næsta ári, enginn í augnablikinu. Vonandi skýrist það á næstu dögum eða vikum. Það væri eftirsjá eftir Red Bull úr Formúlu 1.Wolff (liðsstjóri Mercedes) og Arrivabene (liðsstjóri Ferrari) klæða sig kannski í eins hversdagsföt en þeir fara sennilega ekki saman að versla. Verða þetta helstu keppinautar næsta árs.Vísir/GettyGetur Ferrari keppt við Mercedes 2016? Mercedes liðið er þegar byrjað að nota vélina sem það ætlar að byrja með á næsta ári. Ferrari íhugar nú að gera það sama. Kannski verður vélin notuð í næstu keppni í Austin, Texas í Bandaríkjunum. Hugmyndin er þá að nota síðustu fjórar keppnir tímabilsins sem hreinan undirbúning fyrir næsta ár. „Sú staðreynd að Sebastian er annar í keppni ökumanna núna breytir stöðunni aðeins. Við erum með vasareiknanna uppi við og erum að skoða hvað er best fyrir okkur að gera,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. Komi til þess að Ferrari noti nýju vélina þá þurfa báðir ökumenn liðsins að sætta sig við refsingu í kjölfarið enda báðir bryjaðir að nota fjórðu vél ársins. Já, vonandi getur Ferrari keppt við Mercedes á næsta ári. Það bendir ýmislegt til þess að keppnin verði harðari 2016. „Ég vona að Sebastian verði meiri ógn á næsta ári, ég held að það gæti verið svakalega skemmtileg barátta okkar á milli,“ sagði Hamilton aðspurður um hugsanlegar framfarir Ferrari. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes var á sama máli, hann sagðist reyndar trúa því að sú verði raunin. Það yrði væntanlega goðsagnakennd barátta Hamilton gegn Vettel.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes er heimsmeistari bílasmiða Eftir að Kimi Raikkonen hlaut refsingu er ljóst að Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða annað árið í röð. 11. október 2015 15:00 Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00 Wolff: Þýðir lítið að ætla að róa Rosberg niður Lewis Hamilton vann sína 42. keppni í Formúlu 1 í dag. Mercedes er hugsanlega heimsmeistari, það fer eftir ákvörðun dómaranna, hvort þeir refsa Kimi Raikkonen. Hver sagði hvað eftir keppnina? 11. október 2015 15:30 Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt. 11. október 2015 12:38 Finnskur árekstur á lokahringnum | Sjáðu atvikið Finnskur árekstur á milli Bottas og Raikkonen á lokahring Formúlunnar í dag gerði það að verkum að Pérez gat skotist fram úr Raikkonen á lokametrunum og tekið síðasta sætið á verðlaunapallinum í Sochi. 11. október 2015 15:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes er heimsmeistari bílasmiða Eftir að Kimi Raikkonen hlaut refsingu er ljóst að Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða annað árið í röð. 11. október 2015 15:00
Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 10. október 2015 22:00
Wolff: Þýðir lítið að ætla að róa Rosberg niður Lewis Hamilton vann sína 42. keppni í Formúlu 1 í dag. Mercedes er hugsanlega heimsmeistari, það fer eftir ákvörðun dómaranna, hvort þeir refsa Kimi Raikkonen. Hver sagði hvað eftir keppnina? 11. október 2015 15:30
Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt. 11. október 2015 12:38
Finnskur árekstur á lokahringnum | Sjáðu atvikið Finnskur árekstur á milli Bottas og Raikkonen á lokahring Formúlunnar í dag gerði það að verkum að Pérez gat skotist fram úr Raikkonen á lokametrunum og tekið síðasta sætið á verðlaunapallinum í Sochi. 11. október 2015 15:30