Varaformaður demókrata ekki velkominn á kappræðurnar í kvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2015 07:00 Tulsi Gabbard er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna Demókrataflokksins vegna mótmæla. Nordicphotos/AFP Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Tulsi Gabbard, varaformaður landssambands Demókrataflokks Bandaríkjanna og fulltrúardeildarþingmaður, er ekki lengur velkomin á kappræður forsetaframbjóðandaefna flokksins sem fara fram í Nevada í kvöld. Flokkurinn dró boðskort hennar til baka í gær eftir að hún kallaði eftir fleiri kappræðum frambjóðenda.Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið og mælist nú með meira fylgi en Clinton í tveimur fylkjum hið minnsta.Nordicphotos/AFPVilja sjá fleiri kappræður Tveir frambjóðenda flokksins, Bernie Sanders og Martin O'Malley, hafa mikið gagnrýnt hve fáar kappræður verða haldnar milli frambjóðenda, sex talsins, og benda á að átta árum fyrr, síðast þegar halda þurfti forkosningar, hafi þær verið 26. Þá hafa kjósendur mótmælt fyrirkomulaginu af tveimur ástæðum. Annars vegar munu frambjóðendur Repúblikanaflokksins fá fleiri kappræður til að kynna stefnumál sín, ellefu talsins, þar af tvennar sem þegar hafa farið fram. Hins vegar hefur því verið haldið fram, einna helst af stuðningsmönnum annarra frambjóðenda en Hillary Clinton, að færri kappræður þýði færri tækifæri fyrir aðra frambjóðendur til að kynna stefnu sína. Þar af leiðandi er sagt auðveldara fyrir Clinton að verja forskot sitt.Formaðurinn stendur á sínu Engan bilbug er að sjá á Debbie Wasserman Schultz, formanni landssambandsins. Sem formaður hefur Schultz lokaorðið í ákvörðunum sem snúa að kappræðunum. Þrátt fyrir stöðug mótmæli flokksmanna og annarra í flokksforystunni virðist áætlunin ekki í þann mund að breytast. Samkvæmt reglum flokksins mega frambjóðendur ekki taka þátt í öðrum kappræðum en þeim sem landssambandið sér um. Ef frambjóðandi brýtur þá reglu fær hann ekki að taka þátt í stóru, opinberu kappræðunum.Clinton vill verða frambjóðandi demókrata á næsta ári eftir ósigur sinn í forvali demókrata fyrir sjö árum.Vísir/AFPClinton sigurstranglegust Hillary Clinton mælist í aðdraganda kappræðnanna með mest fylgi á landsvísu, 42 prósent, en Sanders mælist næsthæstur með 25 prósent samkvæmt meðaltalsútreikningum Real Clear Politics.Þó er einkar mjótt á munum í fyrsta ríkinu sem kýs í forvali demókrata, Iowa. Meðaltal kannana sýna Clinton með 37 prósenta fylgi en Sanders með 31 prósent. Sú nýlega könnun með stærsta úrtakið sýnir Sanders þó með 43 prósenta fylgi en Hillary með 43 prósent. Næsta fylgi sem kýs er New Hampshire, þar hefur Sanders afgerandi forystu. Hann mælist með 39 prósenta fylgi en Clinton 30 prósent.Kappræður í nótt Fyrstu kappræður frambjóðenda Demókrataflokksins fara fram aðfaranótt miðvikudags í spilavítaborginni Las Vegas í Nevadaríki. Kappræðurnar hefjast klukkan sex um kvöld að staðartíma en tvö um nótt hér á landi. Auk Sanders og Clinton munu þeir Lincoln Chafee, Martin O'Malley og Jim Webb standa á sviðinu og rökræða. Enginn þeirra þriggja mælist yfir einu prósenti í skoðanakönnunum á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00 Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33 Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20 126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00 Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Sanders siglir fram úr Clinton Slagur forsetaframbjóðandaefna demókrata verður æ meira spennandi. 13. ágúst 2015 07:00
Bernie Sanders hefur lykilfylki í greipum sínum Öldungardeildarþingmaðurinn mælist nú með ríflega 9 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn í New Hampshire. 6. september 2015 17:33
Ung stelpa spurði Clinton hvort kvenkyns forsetar fengju sömu laun og karlar "Forseti er eitt af þeim störfum sem þú verður að borga jafnt fyrir,“ svaraði Hillary. 21. ágúst 2015 22:20
126 fræg styðja Bernie Sanders Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær. 21. september 2015 07:00
Bernie mælist með meira fylgi en Hillary í New Hampshire Bernie Sanders mælist með 44 prósent fylgi en Hillary Clinton 37 prósent. 12. ágúst 2015 12:55