Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 14:54 Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Vísir/Pjetur Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39