Nýjar kenningar um réttarheimildir? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 12. október 2015 08:00 Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun