Þangað leitar klárinn?… Magnús Guðmundsson skrifar 12. október 2015 08:00 Antoine Hrannar Fons er ungur maður sem sýndi mikið hugrekki þegar hann kom opinberlega fram í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins. Um langt skeið var Antoine Hrannar beittur grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af sambýlismanni sínum og á þessum tíma brást hann við eins og svo margir þolendur heimilisofbeldis og leitaði í sífellu aftur þangað sem hann var kvaldastur. Heimilisofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt, er sérdeilis erfiður vítahringur að rjúfa fyrir þolendur. Eðli málsins samkvæmt eiga gerandi og þolandi sér sameiginlega sögu og eru bundnir böndum á ótalmörgum sviðum daglegs lífs. Saga Antoines Hrannars er því ekkert einsdæmi heldur þvert á móti lýsandi fyrir þau bönd sem binda þolendur heimilisofbeldis við gerendur. Og oftar en ekki þurfa þolendur mikla hjálp til þess að losa þessi bönd og komast burt frá gerendum heimilisofbeldis. Þegar heimilisofbeldi er annars vegar þá er óneitanlega langalgengast að konur séu þolendur og karlar gerendur. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi spyr hvorki um stétt né stöðu. Það er að finna í öllum lögum samfélagsins og innan hinna ólíkustu heimila. Þetta vita yfirvöld fullvel og því er ábyrgðin alltaf ein og sú sama: Yfirvöldum ber að koma þolendum heimilisofbeldis til hjálpar með öllum tiltækum ráðum innan ramma laganna. Án undantekninga. Að ákæra liggi óhreyfð í bunka á borði lögreglumanns svo mánuðum skiptir er óafsakanlegt með öllu. Að lögreglumenn skutli blóðugum þolanda heimilisofbeldis aftur af heim og skilji hann eftir hjá ofbeldismanninum er með hreinum ólíkindum. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um ástæðu þess að svo skyldi fara. Hvort það megi rekja til þess að hér var á ferðinni karlmaður sem varð fyrir ofbeldi karlmanns, eða að lögreglan sé svo undirmönnuð að svo mikilvæg mál komist ekki í verk eða hver sem ástæðan er þá sér hver heilvita manneskja að þetta er ekki í lagi. Vinnubrögð af þessu tagi gera þolendum ofbeldis afar erfitt að rjúfa vítahringinn sem þeir búa við á hverjum degi. Og þau gera það líka að óárennilegum kosti að leita til lögreglunnar í viðleitni sinni til að sækja sér skjól og vörn. Þessu þarf að breyta. Árið 2011 voru samþykkt hér lög, kennd við austurrísku leiðina, sem gera lögreglunni heimilt að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum. Lög sem er ætlað að styrkja réttarstöðu þolenda ofbeldis og þá sérstaklega heimilisofbeldis. En lögin eru ekki mikils virði ef það að framfylgja þeim byggir á geðþóttaákvörðunum sem eru jafnvel teknar undir miklu álagi. Innanríkisráðherra verður að sjá til þess að farið verði vandlega ofan í saumana á þessum málum. Ferlar þurfa að vera skýrir og afdráttarlausir, kærur að vinnast af fagmennsku og öryggi og umfram allt þarf að sjá til þess að öllum þolendum sé tryggður stuðningur og öryggi til frambúðar. Því án undantekninga verðum við sem samfélag að leita allra leiða til þess að uppræta allt ofbeldi, óháð því hversu stór og sterkur þolandinn er hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. 11. október 2015 19:00 Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Antoine Hrannar Fons er ungur maður sem sýndi mikið hugrekki þegar hann kom opinberlega fram í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins. Um langt skeið var Antoine Hrannar beittur grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af sambýlismanni sínum og á þessum tíma brást hann við eins og svo margir þolendur heimilisofbeldis og leitaði í sífellu aftur þangað sem hann var kvaldastur. Heimilisofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt, er sérdeilis erfiður vítahringur að rjúfa fyrir þolendur. Eðli málsins samkvæmt eiga gerandi og þolandi sér sameiginlega sögu og eru bundnir böndum á ótalmörgum sviðum daglegs lífs. Saga Antoines Hrannars er því ekkert einsdæmi heldur þvert á móti lýsandi fyrir þau bönd sem binda þolendur heimilisofbeldis við gerendur. Og oftar en ekki þurfa þolendur mikla hjálp til þess að losa þessi bönd og komast burt frá gerendum heimilisofbeldis. Þegar heimilisofbeldi er annars vegar þá er óneitanlega langalgengast að konur séu þolendur og karlar gerendur. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi spyr hvorki um stétt né stöðu. Það er að finna í öllum lögum samfélagsins og innan hinna ólíkustu heimila. Þetta vita yfirvöld fullvel og því er ábyrgðin alltaf ein og sú sama: Yfirvöldum ber að koma þolendum heimilisofbeldis til hjálpar með öllum tiltækum ráðum innan ramma laganna. Án undantekninga. Að ákæra liggi óhreyfð í bunka á borði lögreglumanns svo mánuðum skiptir er óafsakanlegt með öllu. Að lögreglumenn skutli blóðugum þolanda heimilisofbeldis aftur af heim og skilji hann eftir hjá ofbeldismanninum er með hreinum ólíkindum. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um ástæðu þess að svo skyldi fara. Hvort það megi rekja til þess að hér var á ferðinni karlmaður sem varð fyrir ofbeldi karlmanns, eða að lögreglan sé svo undirmönnuð að svo mikilvæg mál komist ekki í verk eða hver sem ástæðan er þá sér hver heilvita manneskja að þetta er ekki í lagi. Vinnubrögð af þessu tagi gera þolendum ofbeldis afar erfitt að rjúfa vítahringinn sem þeir búa við á hverjum degi. Og þau gera það líka að óárennilegum kosti að leita til lögreglunnar í viðleitni sinni til að sækja sér skjól og vörn. Þessu þarf að breyta. Árið 2011 voru samþykkt hér lög, kennd við austurrísku leiðina, sem gera lögreglunni heimilt að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum sínum. Lög sem er ætlað að styrkja réttarstöðu þolenda ofbeldis og þá sérstaklega heimilisofbeldis. En lögin eru ekki mikils virði ef það að framfylgja þeim byggir á geðþóttaákvörðunum sem eru jafnvel teknar undir miklu álagi. Innanríkisráðherra verður að sjá til þess að farið verði vandlega ofan í saumana á þessum málum. Ferlar þurfa að vera skýrir og afdráttarlausir, kærur að vinnast af fagmennsku og öryggi og umfram allt þarf að sjá til þess að öllum þolendum sé tryggður stuðningur og öryggi til frambúðar. Því án undantekninga verðum við sem samfélag að leita allra leiða til þess að uppræta allt ofbeldi, óháð því hversu stór og sterkur þolandinn er hverju sinni.
Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. 11. október 2015 19:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun