Fyrsta lotan var fremur róleg, Pastor Maldonado snéri Lotus bílnum snemma í lotunni en annað gekk vel fyrir sig.
Rosberg var fljótur að sýna að hann hefur ekki gefist upp, hann var lengi vel heilli sekúndu fljótari en Hamilton.
Carlos Sainz á Toro Rosso lenti í hörðum árekstri á æfingu í morgun og tók því ekki þátt í tímatökunni. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Allar athuganir sýna að hann er heilsuhraustur og hann vonast til að keppa á morgun.
Fernando Alonso á McLaren, Marcus Ericsson á Sauber, og Manor ökumennirnir, Will Stevens og Roberto Merhi duttu út í fyrstu lotu.

Ásamt Massa duttu út, Daniil Kvyat á Red Bull, Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren og Maldonado á Lotus.
Þriðja lotan var að vanda spennandi barátta um ráspól. Mercedes menn höfðu alla tímatökuna slegist um hraðasta tíman á hverjum hluta brautarinnar.
Rosberg var þriðjung úr sekúndu fljótari en Hamilton í fyrstu tilraun þeirra í þriðju lotu. Í annarri tilraun gerðu báðir mistök og Rosberg hreppti mikilvægan ráspól.
Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 10:30 á Stöð 2 Sport á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.