Lífið

Ísland í dag: Hefur farið 26 sinnum í meðferð síðan hún var þrettán

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Ég er búinn að fara á flestar meðferðarstofnanir á Íslandi. Ég á að baki 26 innlagnir inn á Vog en ég var tólf, að verða þrettán, þegar ég smakkaði áfengi fyrst. Mánuði síðar prufaði ég að reykja hass og það fór stigversnandi,“ segir Þóra Björg Sigríðardóttir við Lóu Pind Aldísardóttur í Íslandi í dag.

Þóra segir mikilvægt að unglingar og fullorðnir séu ekki á sama stað í meðferð. Nýfermdar stelpur eigi ekki heima á sama stað og þrítugir karlar sem eru kannski nýkomnir úr fangelsi.

„Ég kom úr meðferð en ég datt alltaf í það strax aftur. Sextán ára byrjaði ég að sprauta mig. Þá fer allt á hliðina. Ég missi tökin á öllu,“ segir hún. Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að neðan. Hægt er að sjá þáttinn í heild með því að smella hér er þar er meðal annars rætt um málefni þeirra sem þurfa ítrekað á meðferð að halda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×