1.155 lúxusbílar seldir á árinu Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 16:05 Mercedes Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið hér á landi og hefur verið það lengi. Mercedes Benz Þegar rýnt er í tölur frá Samgöngustöfu um nýja selda bíla á árinu sést að selst hafa 1.155 bílar sem teljast lúxusbílar. Lúxusbílar teljast af bílamerkjunum Audi, BMW, Jaguar/Land Rover (m.a. Range Rover), Lexus, Mercedes Benz, Tesla og Volvo. Það sem af er ári eru bílar Mercedes Benz lang söluhæstir þeirra hér á landi með 407 bíla. Þar á eftir er Volvo (211), Jaguar/Land Rover (185), Audi (137), BMW (94), Porsche (61), Lexus (40) og Tesla (17). Á árinu hafa alls selst 13.508 bílar og því eru þessir 1.155 lúxusbílar um 8,6% heildarinnar. Það er sama hlutfall og í fyrra og árið 2013 var það 8,5%, árið 2012 8,2%, árið 2011 7,8% og árið 2010 5,5%. Þetta hlutfall hefur því hækkað stöðugt frá hruni en um mjög lítið á síðustu árum og nánast staðið í stað á síðustu 3 árum. Sala nýrra bíla hefur vaxið mjög á undanförnum árum og farið úr 3.395 bílum árið 2010 í 10.611 bíla í fyrra og í ár fer hún líklega yfir 14 þúsund bíla. Árið 2010 seldust aðeins 188 lúxusbílar hérlendis. Þeir voru 426 árið 2011, 702 árið 2012, 682 árið 2013, 912 í fyrra, eru nú orðnir 1.155 og gætu hæglega endað í 1.300 bílum. Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent
Þegar rýnt er í tölur frá Samgöngustöfu um nýja selda bíla á árinu sést að selst hafa 1.155 bílar sem teljast lúxusbílar. Lúxusbílar teljast af bílamerkjunum Audi, BMW, Jaguar/Land Rover (m.a. Range Rover), Lexus, Mercedes Benz, Tesla og Volvo. Það sem af er ári eru bílar Mercedes Benz lang söluhæstir þeirra hér á landi með 407 bíla. Þar á eftir er Volvo (211), Jaguar/Land Rover (185), Audi (137), BMW (94), Porsche (61), Lexus (40) og Tesla (17). Á árinu hafa alls selst 13.508 bílar og því eru þessir 1.155 lúxusbílar um 8,6% heildarinnar. Það er sama hlutfall og í fyrra og árið 2013 var það 8,5%, árið 2012 8,2%, árið 2011 7,8% og árið 2010 5,5%. Þetta hlutfall hefur því hækkað stöðugt frá hruni en um mjög lítið á síðustu árum og nánast staðið í stað á síðustu 3 árum. Sala nýrra bíla hefur vaxið mjög á undanförnum árum og farið úr 3.395 bílum árið 2010 í 10.611 bíla í fyrra og í ár fer hún líklega yfir 14 þúsund bíla. Árið 2010 seldust aðeins 188 lúxusbílar hérlendis. Þeir voru 426 árið 2011, 702 árið 2012, 682 árið 2013, 912 í fyrra, eru nú orðnir 1.155 og gætu hæglega endað í 1.300 bílum.
Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Innlent