Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:28 Engin götulýsing er víða í Kópavogsbæ. Vísir/Vilhelm Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024. Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024.
Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira