Brjálað að gera hjá sýslumanni: Opnunartími styttur og unnið myrkrana á milli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. október 2015 13:00 Tæplega 900 þinglýsingarskjöl komu á borð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í gær. Opnunartími hefur verið styttur tímabundið. vísir/vilhelm Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga. Verkfall 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Unnið er að því að koma öll í samt horf nú að loknu verkfalli félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Þrefalt fleiri mál eru á borði sýslumanns en á sama tíma í fyrra og var því afráðið að stytta opnunartíma um nokkrar klukkustundir. Þá eru deildir Landspítalans yfirfullar og unnið er að því að vinna niður biðlistana. SFR stéttarfélag, sjúkraliðar og lögreglumenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið aðfaranótt þriðjudags, eftir tveggja vikna samfellda samningalotu í skugga verkfalla. Með því var komist hjá allsherjarverkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær.Þrefalt fleiri þinglýsingar Lokað var hjá embætti sýslumanns frá 15. október vegna verkfallsins. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið hafa verið vel undirbúið, en að stytta þurfi opnunartíma svo hægt verði að vinna úr öllum erindum. Þá hafi starfsfólk unnið myrkanna á milli svo málin komist í eðlilegan farveg. „Ef við tökum þinglýsingarnar þá eru skjöl sem bárust í gær 895 talsins. Það var bara opið til tólf á hádegi. Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi, við fáum að meðaltali 250-300 skjöl á dag þannig að þetta er meira en þrefaldur skammtur," segir Þórólfur.Vegabréfaafgreiðsla yfirfull Hann segir að mikið hafi verið að gera í vegabréfaafgreiðslunni, en það megi meðal annars rekja til nýrra reglna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem kveða á um að framlengd vegabréf falli úr gildi eftir tæpan mánuð. „Það voru 346 umsóknir á landinu öllu um ný vegabréf í gær. Þá er fólk að mæta og láta taka myndir af sér og allt sem því tilheyrir. Ég gæti trúað það hafi verið svona 250-300 á höfuðborgarsvæðinu." Þórólfur segir að vel gangi að vinna listana niður og vonast til að opnunartími haldist óbreyttur á morgun. „Vonandi tekst að koma þessu á réttan kjöl á örfáum dögum," segir hann.Einungis brýnum aðgerðum sinnt Þá var hundrað og tuttugu skurðaðgerðum frestað á Landspítalanum fyrstu tíu daga verkfallsins. Einungis bráðum og brýnum aðgerðum var sinnt og eru biðlistar allt að helmingi lengri en á sama tíma í fyrra. Tæplega fjórtán hundruða manns hafa nú beðið lengur en í þrjá mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini. Unnið er að því að biðlistana þá niður. Deildir spítalans voru yfirfullar fyrir verkfall en í skýrslu Landspítalans segir að ekki sé hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga.
Verkfall 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira