Tabú sem allir þyrftu að þekkja Þóra Jónsdóttir skrifar 29. október 2015 07:00 Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samfélag manna virkar að langmestu leyti vel og er langflestum okkar gott. Það er frábært og við ættum að muna oftar eftir að þakka fyrir það. Það gerist ekki endilega af sjálfu sér, því það er verkefni okkar allra að vanda okkur í lífinu og koma ávallt vel fram við aðra, sérstaklega við börn. Við þurfum að vera meðvituð og breyta rétt, sama hvernig á stendur í lífi okkar, þó mikilvægast af öllu sé að halda í gleðina og njóta þess að vera til. Það er gott að vera meðvituð um að það lifa ekki allir jafngóðu lífi. Þar sem við sitjum við netvafrið í okkar daglega lífi, mismeðvituð um það sem við lesum eða sjáum, gætum við hnotið um ýmislegt sem getur virkað mjög óþægilegt fyrir okkur, er jafnvel annaðhvort óviðeigandi eða ólöglegt. Það gæti jafnvel verið efni þar sem ofbeldi kemur við sögu. Eða efni þar sem hvatt er til ofbeldis eða að verið sé að breiða út hatur. Þetta gæti enn fremur verið efni sem viðkemur slæmri meðferð á börnum. Um getur verið að ræða kynferðisofbeldi gegn barni. Slíkt efni er gróft brot á mannréttindum viðkomandi barns. Verði fólk vart við slíkt efni á neti er um að gera að hjálpa til við að stuðla að því að svoleiðis efni verði tekið af netinu – og jafnvel að barninu verði komið til hjálpar ef tekst að rekja myndefnið til þess sem sætir meðferðinni. Það er vandmeðfarið að uppfræða almenning um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu. Sumir segja að við það að upplýsa um það, leggist einhverjir í leit að því sérstaklega, sem er ólöglegt. Það er samt mikilvægt að upplýsa rétta aðila um efni á netinu sem varðar á einhvern hátt ofbeldi gegn barni eða börnum. Okkur ber öllum að tilkynna um slíkt efni, hvaðan svo sem efnið er upprunnið og hvort sem um er að ræða stór eða lítil börn, erlend eða íslensk. Hvert barn skiptir máli og á rétt á vernd gegn ofbeldi samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem eru yngri en 18 ára teljast börn á grundvelli Barnasáttmálans.Ábendingarhnappur Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna ábendingarhnapp sem hægt er að nota til að tilkynna um ólöglegt og/eða óviðeigandi efni á neti. Ábendingarlínan er samstarfsverkefni Barnaheilla og Ríkislögreglustjóra og hún er hluti af SAFT-verkefninu um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Ábendingarlínan er hluti af stóru alþjóðlegu neti ábendingarlína sem vinna saman að því að uppræta efni sem hefur að geyma kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Barnaheill hvetja almenning á Íslandi til að vera vakandi fyrir ofbeldi eða hatursefni á netinu og tilkynna um slíkt efni í gegnum Ábendingarlínuna. Hjálpumst að við að útrýma ofbeldi gegn börnum á netinu. Verum meðvituð og bregðumst við. Hvert okkar skiptir máli fyrir vernd barna á þessum mikilvæga miðli í lífi nútímafólks.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun