Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 12:07 Frá undirritun kjarasamninga í Karphúsinu í nótt. Vísir/Friðrik Þór Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi. Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi.
Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira