Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 27. október 2015 18:45 Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Vísir/Stefán Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD. Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD.
Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18