Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 27. október 2015 18:45 Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Vísir/Stefán Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD. Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD.
Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18