Heildarsamkomulag á vinnumarkaði í höfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2015 16:59 Frá undirritun samkomulagsins í dag. Vísir/Pjetur Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með samkomulaginu á að tryggja á varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Í tilkynningu segir að samkomulagið felur í sér að stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda og mörkuð verði sameiginleg launastefna til ársins 2018. Einnig á að stefna að því skapa nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði sem taka eigi gildi árið 2018. Þetta líkan á að gera ráð fyrir því að stefnt verði að jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis og að opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði. Einnig er gert ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum og að fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með samkomulaginu á að tryggja á varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Í tilkynningu segir að samkomulagið felur í sér að stofnað verði Þjóðhagsráð vinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda og mörkuð verði sameiginleg launastefna til ársins 2018. Einnig á að stefna að því skapa nýtt samningalíkan á íslenskum vinnumarkaði sem taka eigi gildi árið 2018. Þetta líkan á að gera ráð fyrir því að stefnt verði að jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að kjarasamningar miði að því að auka kaupmátt á grundvelli stöðugs gengis og að opinberum starfsmönnum verður tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði. Einnig er gert ráð fyrir að svigrúm til launabreytinga verði skilgreint út frá samkeppisstöðu gagnvart helstu viðskiptalöndum og að fyrirtæki sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings eða í samkeppni við innflutning móti svigrúm til launabreytinga. Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps en eftirfarandi aðilar skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja , Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins. Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira