Ekki bjartsýn á að allsherjarverkfalli verði afstýrt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2015 12:59 Formenn LL, SLFÍ og SFR á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Allt kapp er nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli sem að skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir ekki bjartsýn á að það takist. Fundi deiluaðila lauk á þriðja tímanum í nótt. „Þetta strandar bara á þessum sömu málum. Þetta gengur allt mjög hægt þannig að við sjáum í raun og veru ekki framvinduna varðandi daginn í dag eins og staðan er núna,“ segir Kristín. Samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafa fundað hvert í sínu lagi í morgun en samningafundur deilenda við ríkissáttasemjara hófst um klukkan eitt í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir samninganefndirnar nú reyna við erfiðasta hjalla viðræðnanna, en bindur vonir við að samningar takist fyrir fimmtudag. „Við tókum næturfund því við vorum á ágætu róli. Það er oft þannig að það hrúgast svona erfiðustu bitarnir í lokin, en þeir voru of stórir til að við næðum að leysa þá í nótt,“ segir Árni. Hann segir að meðal annars sé unnið að því að útfæra launaliði félaganna þriggja. „Hann er ekki alveg kominn hjá öllum, en hann er svona eitt af því sem við erum ekki alveg að ná samkomulagi um.“ Þá segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum sem fyrst. Aftur verði fundað fram á nótt, verði þess þörf. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum fyrir fimmtudag. En maður auðvitað veit aldrei hvað kemur upp í svona viðræðum,“ útskýrir Árni. Verkfall sjúkraliða á Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum Suðurnesja og Austurlands hófst á ný klukkan átta í morgun og stendur til fjögur. Næsta stóra verkfallslota SFR og sjúkraliða hefst svo á fimmtudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að afstýra allsherjarverkfalli sem að skellur á að óbreyttu á fimmtudag. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir ekki bjartsýn á að það takist. Fundi deiluaðila lauk á þriðja tímanum í nótt. „Þetta strandar bara á þessum sömu málum. Þetta gengur allt mjög hægt þannig að við sjáum í raun og veru ekki framvinduna varðandi daginn í dag eins og staðan er núna,“ segir Kristín. Samninganefndir SFR, sjúkraliða og lögreglumanna hafa fundað hvert í sínu lagi í morgun en samningafundur deilenda við ríkissáttasemjara hófst um klukkan eitt í dag. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir samninganefndirnar nú reyna við erfiðasta hjalla viðræðnanna, en bindur vonir við að samningar takist fyrir fimmtudag. „Við tókum næturfund því við vorum á ágætu róli. Það er oft þannig að það hrúgast svona erfiðustu bitarnir í lokin, en þeir voru of stórir til að við næðum að leysa þá í nótt,“ segir Árni. Hann segir að meðal annars sé unnið að því að útfæra launaliði félaganna þriggja. „Hann er ekki alveg kominn hjá öllum, en hann er svona eitt af því sem við erum ekki alveg að ná samkomulagi um.“ Þá segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum sem fyrst. Aftur verði fundað fram á nótt, verði þess þörf. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná samningum fyrir fimmtudag. En maður auðvitað veit aldrei hvað kemur upp í svona viðræðum,“ útskýrir Árni. Verkfall sjúkraliða á Landspítalanum og heilbrigðisstofnunum Suðurnesja og Austurlands hófst á ný klukkan átta í morgun og stendur til fjögur. Næsta stóra verkfallslota SFR og sjúkraliða hefst svo á fimmtudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30 Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53 Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vongóður á að það takist að afstýra allsherjarverkfalli Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags, segir að unnið sé hörðum höndum að því að ná samningum fyrir næsta allsherjarverkfall sem skellur að óbreyttu á næsta fimmtudag. 26. október 2015 13:52
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Samninganefndirnar byrja á sértæku málunum „Helgarnar eru oft ansi drjúgar í svona. Þá er ekki annað að trufla,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. 24. október 2015 16:30
Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Kennsla verður með eðlilegu móti í Háskóla Íslands, starfsmenn á síma hjá Vegagerðinni og Útlendingastofnun mæta aftur til vinnu og sjúkraliðar snúa til starfa í dag. 21. október 2015 07:53
Útlit fyrir að verkföll haldi áfram Útlit er fyrir að verkföll sjúkraliða og SFR-félaga haldi áfram á morgun. Þrátt fyrir stíf fundarhöld í Karphúsinu alla helgina virðist enn nokkuð í að samkomulag náist um nýja kjarasamninga. 25. október 2015 18:30