Bílskúrinn: Taktar í Texas Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. október 2015 17:15 Lewis Hamilton fagnar með Mercedes liðinu. Vísir/Getty Náttúruöflin minntu hressilega á sig í Austin, Texas um helgina, rigningin tók öll völd á laugardaginn. Lewis Hamilton varð heimsmeistari á sunnudaginn. Var rigningin meira en ökumenn réðu við? Hvers er að vænta það sem eftir er af tímabilinu? Hvað var í gangi í hausnum á Nico Rosberg rétt eftir keppnina? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg var manna fljótastur í rigningunni á sunnudagsmorgun.Vísir/GettyÖkumenn sýna hvað þeir geta Rigningin og rokið settu strik í reikninginn um helgina, brautin var á floti um tíma og ómögulegt var að senda bílana út á laugardaginn þegar tímatakan var áætluð. Henni var því frestað til sunnudags. Þá var ennþá rigning, við slíkar aðstæður má á milli greina á milli góðra ökumanna og þeirra afburðargóðu. Síðari hópurinn gerði færri mistök og tókst að lang mestu leyti að aka um. Góðu ökumennirnir voru meira að glíma við sína bíla, fóru ekki eins mjúklega að þeim og áttu í meiri erfiðleikum með að fóta sig á brautinni. Haft hefur verið orð á því að ökumenn í Formúlu 1 séu ekki eins góðir og þeir voru. Helsta ástæðan fyrir því að margir telja að svo sé er sú að bílarnir eru betri. Aðallega eru þeir límdari við veginn og tilþrifin felast í öðru en að fara á hlið í gegnum beygjur og skipta um gír með gírstöng. Nú á dögum sést hliðarskrans og annað sem margir sakna einna helst í aðstæðum eins og þeim sem veðurguðirnir buðu uppá í Texas. Það getur enginn sagt lengur að ökumennirnir kunni ekki að keyra. Þvílíkt tilþrif sem margir sýndu. Það er svo sannarlega ekki búið að gengisfella hæfileika Formúlu 1 ökumanna.Lewis Hamilton fagnaði gríðarlega eftir keppnina.Vísir/GettyHamilton heimsmeistari Hamilton lýsti deginum sem „besta í lífi mínu.“ Keppnin einkenndist af dramatík og framúrakstri um alla braut. Hamilton hefur unnið tíu keppnir af 16 á tímabilinu, einu sinni hætt keppni og í 14 keppnum komist á verðlaunapall. Það er helst til svakalegur árangur. Hamilton varð fyrst heimsmeistari ökumanna 2008 með McLaren, eftir að hafa orðið annar árið áður, sem einnig var hans fyrsta ári í Formúlu 1. Það má því segja að hann hafi byrjað með látum. Hamilton varð svo heimsmeistari í fyrra með Mercedes liðinu og tryggði sér svo titilinn núna á sunnudag, aftur með Mercedes. Hann er fyrsti breksi ökumaður sögunnar sem tekst að verja heimsmeistaratitil sinn í Formúlu 1. Einungis fjórir ökumenn hafa unnið fleiri titla en Hamilton, en fimm aðrir eru jafnir honum með þrjá. Sebastian Vettel er sá eini sem enn ekur í Formúlu 1 og hefur unnið fleiri titla en Hamilton.Það voru ekki margir sem sáu fyrir að Hamilton yrði þrefaldur heimsmeistari með Mercedes. Hér fagnar hann með liðsstjóranum Toto Wolff.Vísir/GettyHvað var sagt þegar Hamilton fór til Mercedes? Þegar Hamilton fór til Mercedes frá McLaren létu margir ýmis orð falla um þá ákvörðun. Hamilton var að fara frá liði sem þá gat unnið keppnir og var í baráttunni, til liðs sem átti erfitt. Tilkynningin kom í september 2012. Það er áhugavert að líta til baka og athuga hver sagði hvað, sérstaklega með tilliti til þess í hvaða stöðu McLaren er í dag. „Að einhver skuli fara frá McLaren til mercedes vegna þess að hann vill vinna eru mistök að mínu mati. hvort sem þú horfir á síðustu fjórar keppnir, fjögur eða fjörtíu ár erum við frábært lið. Ég myndi segja öllum sem vilja vinna keppnir í þessari íþrótt að koma til Mclaren,“ sagði Martin Withmarsh, þáverandi liðsstjóri McLaren. „Það er mjög töff að hafa Lewis sem liðsfélaga! Það verður skemmtileg áskorun,“ sagði Rosberg. „Þetta er hans ákvörðun, ég held persónulega að þetta sé ekki rétt ákvörðun,“ sagði Jenson Button ökumaður McLaren. „Ég skil hann. Maður þarf stöðugt að vera að leita af nýjum áskorunum. Ég held að McLaren sé ekki auðveldasta liðið til að vera hjá. Ég held að hann verði miklu hamingjusamari hjá Mercedes,“ sagði Fernando Alonso sem þá ók fyrir Ferrari en er svo kominn aftur til McLaren. Það er vinsælt að tala um að sokka þennan og annan þessa dagana, ætli Hamilton hafi ekki efni á að sokka alla sem sögðu skiptin slæma hugmynd. Hann gæti þurft að ganga berfættur í einhvern tíma enda gríðarlegur fjöldi sem leist ekkert á val hans.Sergio Perez verður í stóru hlutverki á heimavelli sínum í Mexíkó næstu helgi. Hann horfir því væntanlega jákvæður fram á veginn.Vísri/GettyHvar liggur spennan núna? Margir kunna að spyrja sig hvað er spennandi við Formúlu 1 núna, þegar báðir titilarnir eru komnir til Mercedes. Svarið við því er einfaldlega 2016, restin af tímabilinu mun gefa vísbendingar um mögulega breytta goggunarröð næsta árs. Verður Ferrari sterkur keppinautur Mercedes? Verður Red Bull með yfir höfuð og hvað gerir Haas F1? Það eru margt að gerast í Formúlu 1 þessi misserin sem er afar spennandi. Brautin sem keppt verður á í Mexíkó, næstu helgi er spennandi, þaðan hefur enginn núverandi ökumaður reynslu. Vélarnar gætu verið að breytast mikið og hugsanlegt er að horfið verði aftur til fortíðar þar sem V8 vélar réðu ríkjum, eða fyrir 2014. Annað sem er spennandi að fylgjast með er hvernig liðin raðast upp í keppni bílasmiða, því verðlaunafé ræðst að stórum hluta af úrslitum þeirrar keppni.Nico Rosberg var gríðarlega svekktur með sjálfan sig eftir klúður sem hann telur hafa kostað sig keppnina.Vísir/GettyNico Rosberg og derhúfu dissið Rosberg gerði mistök sem kostuðu hann forystuna. Hann missti bílinn í spól á mjög einkennilegan hátt undir lokin, Hamilton stökk á tækifærið og tók fram úr. Mistökin urðu til þess að tryggja Hamilton heimsmeistaratitilinn. Það var því ósköp erfitt að finna ekki aðeins til með Rosberg eftir keppnina, þrátt fyrir að líkurnar á að hann yrði heimsmeistari hefðu ekki verið neitt gríðarlega miklar. Stríðnin gaus upp í Hamilton í herbergi sem ökumenn sem komast á verðlaunapall fara inn í eftir keppnina. Þar er iðulega að finna vatn og handklæði, menn geta þurrkað af sér svitann og fengið sér vatnssopa. Þarna er líka að finna derhúfur styrktaraðila sem allir eiga að vera með í verðlaunaafhendingunni. Hamilton langaði greinilega að vera hugulsamur eða nudda salti í sárin, hann kastaði derhúfunni sem Rosberg átti að vera með til hans. Rosberg var allt annað en ánægður og kastaði henni til baka. Rosberg sagði svo eftir á: „Þetta var bara leikur okkar á milli, ekkert alvarlegra en það, ég er fyrst og fremst svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa gert þessi mistök sem kostuðu mig unna keppni.“ Myndband af atvikinu má sjá hérna fyrir neðan. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Hamilton: Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni Lewis Hamilton kom í mark sem þrefaldur heimsmeistari í Texas eftir mikla spennu í keppninni og mikil átök við náttúruöflin um helgina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. október 2015 21:51 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Náttúruöflin minntu hressilega á sig í Austin, Texas um helgina, rigningin tók öll völd á laugardaginn. Lewis Hamilton varð heimsmeistari á sunnudaginn. Var rigningin meira en ökumenn réðu við? Hvers er að vænta það sem eftir er af tímabilinu? Hvað var í gangi í hausnum á Nico Rosberg rétt eftir keppnina? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Rosberg var manna fljótastur í rigningunni á sunnudagsmorgun.Vísir/GettyÖkumenn sýna hvað þeir geta Rigningin og rokið settu strik í reikninginn um helgina, brautin var á floti um tíma og ómögulegt var að senda bílana út á laugardaginn þegar tímatakan var áætluð. Henni var því frestað til sunnudags. Þá var ennþá rigning, við slíkar aðstæður má á milli greina á milli góðra ökumanna og þeirra afburðargóðu. Síðari hópurinn gerði færri mistök og tókst að lang mestu leyti að aka um. Góðu ökumennirnir voru meira að glíma við sína bíla, fóru ekki eins mjúklega að þeim og áttu í meiri erfiðleikum með að fóta sig á brautinni. Haft hefur verið orð á því að ökumenn í Formúlu 1 séu ekki eins góðir og þeir voru. Helsta ástæðan fyrir því að margir telja að svo sé er sú að bílarnir eru betri. Aðallega eru þeir límdari við veginn og tilþrifin felast í öðru en að fara á hlið í gegnum beygjur og skipta um gír með gírstöng. Nú á dögum sést hliðarskrans og annað sem margir sakna einna helst í aðstæðum eins og þeim sem veðurguðirnir buðu uppá í Texas. Það getur enginn sagt lengur að ökumennirnir kunni ekki að keyra. Þvílíkt tilþrif sem margir sýndu. Það er svo sannarlega ekki búið að gengisfella hæfileika Formúlu 1 ökumanna.Lewis Hamilton fagnaði gríðarlega eftir keppnina.Vísir/GettyHamilton heimsmeistari Hamilton lýsti deginum sem „besta í lífi mínu.“ Keppnin einkenndist af dramatík og framúrakstri um alla braut. Hamilton hefur unnið tíu keppnir af 16 á tímabilinu, einu sinni hætt keppni og í 14 keppnum komist á verðlaunapall. Það er helst til svakalegur árangur. Hamilton varð fyrst heimsmeistari ökumanna 2008 með McLaren, eftir að hafa orðið annar árið áður, sem einnig var hans fyrsta ári í Formúlu 1. Það má því segja að hann hafi byrjað með látum. Hamilton varð svo heimsmeistari í fyrra með Mercedes liðinu og tryggði sér svo titilinn núna á sunnudag, aftur með Mercedes. Hann er fyrsti breksi ökumaður sögunnar sem tekst að verja heimsmeistaratitil sinn í Formúlu 1. Einungis fjórir ökumenn hafa unnið fleiri titla en Hamilton, en fimm aðrir eru jafnir honum með þrjá. Sebastian Vettel er sá eini sem enn ekur í Formúlu 1 og hefur unnið fleiri titla en Hamilton.Það voru ekki margir sem sáu fyrir að Hamilton yrði þrefaldur heimsmeistari með Mercedes. Hér fagnar hann með liðsstjóranum Toto Wolff.Vísir/GettyHvað var sagt þegar Hamilton fór til Mercedes? Þegar Hamilton fór til Mercedes frá McLaren létu margir ýmis orð falla um þá ákvörðun. Hamilton var að fara frá liði sem þá gat unnið keppnir og var í baráttunni, til liðs sem átti erfitt. Tilkynningin kom í september 2012. Það er áhugavert að líta til baka og athuga hver sagði hvað, sérstaklega með tilliti til þess í hvaða stöðu McLaren er í dag. „Að einhver skuli fara frá McLaren til mercedes vegna þess að hann vill vinna eru mistök að mínu mati. hvort sem þú horfir á síðustu fjórar keppnir, fjögur eða fjörtíu ár erum við frábært lið. Ég myndi segja öllum sem vilja vinna keppnir í þessari íþrótt að koma til Mclaren,“ sagði Martin Withmarsh, þáverandi liðsstjóri McLaren. „Það er mjög töff að hafa Lewis sem liðsfélaga! Það verður skemmtileg áskorun,“ sagði Rosberg. „Þetta er hans ákvörðun, ég held persónulega að þetta sé ekki rétt ákvörðun,“ sagði Jenson Button ökumaður McLaren. „Ég skil hann. Maður þarf stöðugt að vera að leita af nýjum áskorunum. Ég held að McLaren sé ekki auðveldasta liðið til að vera hjá. Ég held að hann verði miklu hamingjusamari hjá Mercedes,“ sagði Fernando Alonso sem þá ók fyrir Ferrari en er svo kominn aftur til McLaren. Það er vinsælt að tala um að sokka þennan og annan þessa dagana, ætli Hamilton hafi ekki efni á að sokka alla sem sögðu skiptin slæma hugmynd. Hann gæti þurft að ganga berfættur í einhvern tíma enda gríðarlegur fjöldi sem leist ekkert á val hans.Sergio Perez verður í stóru hlutverki á heimavelli sínum í Mexíkó næstu helgi. Hann horfir því væntanlega jákvæður fram á veginn.Vísri/GettyHvar liggur spennan núna? Margir kunna að spyrja sig hvað er spennandi við Formúlu 1 núna, þegar báðir titilarnir eru komnir til Mercedes. Svarið við því er einfaldlega 2016, restin af tímabilinu mun gefa vísbendingar um mögulega breytta goggunarröð næsta árs. Verður Ferrari sterkur keppinautur Mercedes? Verður Red Bull með yfir höfuð og hvað gerir Haas F1? Það eru margt að gerast í Formúlu 1 þessi misserin sem er afar spennandi. Brautin sem keppt verður á í Mexíkó, næstu helgi er spennandi, þaðan hefur enginn núverandi ökumaður reynslu. Vélarnar gætu verið að breytast mikið og hugsanlegt er að horfið verði aftur til fortíðar þar sem V8 vélar réðu ríkjum, eða fyrir 2014. Annað sem er spennandi að fylgjast með er hvernig liðin raðast upp í keppni bílasmiða, því verðlaunafé ræðst að stórum hluta af úrslitum þeirrar keppni.Nico Rosberg var gríðarlega svekktur með sjálfan sig eftir klúður sem hann telur hafa kostað sig keppnina.Vísir/GettyNico Rosberg og derhúfu dissið Rosberg gerði mistök sem kostuðu hann forystuna. Hann missti bílinn í spól á mjög einkennilegan hátt undir lokin, Hamilton stökk á tækifærið og tók fram úr. Mistökin urðu til þess að tryggja Hamilton heimsmeistaratitilinn. Það var því ósköp erfitt að finna ekki aðeins til með Rosberg eftir keppnina, þrátt fyrir að líkurnar á að hann yrði heimsmeistari hefðu ekki verið neitt gríðarlega miklar. Stríðnin gaus upp í Hamilton í herbergi sem ökumenn sem komast á verðlaunapall fara inn í eftir keppnina. Þar er iðulega að finna vatn og handklæði, menn geta þurrkað af sér svitann og fengið sér vatnssopa. Þarna er líka að finna derhúfur styrktaraðila sem allir eiga að vera með í verðlaunaafhendingunni. Hamilton langaði greinilega að vera hugulsamur eða nudda salti í sárin, hann kastaði derhúfunni sem Rosberg átti að vera með til hans. Rosberg var allt annað en ánægður og kastaði henni til baka. Rosberg sagði svo eftir á: „Þetta var bara leikur okkar á milli, ekkert alvarlegra en það, ég er fyrst og fremst svekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa gert þessi mistök sem kostuðu mig unna keppni.“ Myndband af atvikinu má sjá hérna fyrir neðan.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Hamilton: Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni Lewis Hamilton kom í mark sem þrefaldur heimsmeistari í Texas eftir mikla spennu í keppninni og mikil átök við náttúruöflin um helgina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. október 2015 21:51 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52
Hamilton: Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni Lewis Hamilton kom í mark sem þrefaldur heimsmeistari í Texas eftir mikla spennu í keppninni og mikil átök við náttúruöflin um helgina. Hver sagði hvað eftir keppnina? 25. október 2015 21:51
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09
Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44
Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58