311 hafa látið lífið vegna jarðskjálftans 27. október 2015 08:04 Skemmdir vegna jarðskjálftans eru víða miklar. Vísir/EPA Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Björgunarstörf eru nú í fullum gangi í Afganistan og í Pakistan eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir í gærmorgun. Að minnsta kosti 311 eru látnir og allt að tvöþúsund slasaðir. Vitað er til þess að 237 séu látnir í Pakistan og 74 í Afganistan og 2.500 heimili eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Björgunarsveitir eru nú enn á leið til afskekktra fjallahéraða þar sem enn er óljóst hver áhrif skjálftans hafa verið. Ekki er búist við að þeir komist á svæðið fyrr en síðar í dag. Skriður og lokaðir vegir gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Skjálftinn, sem mældist sjö komma fimm stig, varð á miklu dýpi þannig að áhrif hans voru minni en ella hefði orðið. Á meðal hinna látnu eru tólf skólastúlkur sem tróðust undir þegar skelfing greip um sig í skólanum þeirra í Takhar héraði í Afganistan.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP frá því í gærkvöldi. Fregnir hafa borist af því að fólk á svæðinu hafi sofið undir berum himni í nótt í miklum kulda. Forseti Afganistan biðlaði til íbúa að hjálpa til við björgunarstörf. Ríkisstjóri Badakhshan héraðs segir matvæli og aðrar nauðsynjavörur tilbúnar til flutnings til bágt staddra, en að koma þeim þangað sé ekki auðvelt. Talibanar ráða yfir hlutum héraðsins. Indverjar, Íran og her Bandaríkjanna í Afganistan hafa boðið fram aðstoð sína, en ekki hefur verið farið fram á hana enn. Árið 2005 létust rúmlega 75 þúsund manns í kjölfar 7,6 stigs jarðskjálfta á milli Indlands og Pakistan og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund manns í Nepal.Upptök skjálftans voru á rúmlega 200 kílómetra dýpi í Hindu Kush fjöllunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52 Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00 Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30 Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Stór jarðskjálfti í Afganistan Skjálftinn er um 7,5 stig og fannst einnig í Indlandi og Pakistan. 26. október 2015 09:52
Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg. 27. október 2015 06:00
Tólf skólastúlkur fórust í troðningi Minnst tólf létu lífið í skóla í Afganistan þegar nemendur reyndu að komast út úr skólanum af ótta við jarðskjálfta. 26. október 2015 11:30
Fjöldi látinna kominn í 180 Samgöngur eru erfiðar á þeim svæðum þar sem skjálftinn var sterkastur og samskiptakerfi eru víða illa farin. 26. október 2015 14:51
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin til taks vegna jarðskjálftans í Afganistan Sveitin er í viðbraðgsstöðu og reiðubúinn til þess að halda út berist neyðarkall. 26. október 2015 17:08