Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina.
Tímatökunni hafði verið frestað stöðugt frá því klukkan 18 að íslenskum tíma um hálftíma í senn. Staðfesting á frestun tímatökunnar kom loksins klukkan 21:00.
Charlie Whiting regluvörður FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins ákvað að fresta tímatökunni til morgundagsins.
Tímatakan mun því fara fram á morgun klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Hún verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 3 á morgun.
