Liverpool náði ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 17:03 Emre Can fagnar marki sínu. Vísir/Getty Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Liverpool var manni fleiri í 53 mínútur en tókst samt ekki að vinna fyrsta heimaleikinn undir stjórn þýska knattspyrnustjórans Jürgen Klopp í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni. Liverpool náði ekki að nýta sér liðsmuninn eða fjölda færa sinna í leiknum og Rússarnir náðu að taka með sér stig heim þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleiknum. Liverpool hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Jürgen Klopp sem og að liðið hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni til þessa. Liverpool er með 3 stig í 2. sæti riðilsins en svissneska liðið Sion er með fjögurra stiga forskot í riðlinum eftir útisigur á Bordeaux í kvöld. Emre Can átti mjög gott skot á 9. mínútu og Liverpool-liðið var með frumkvæðið frá upphafi leiksins. Fyrsti heimaleikurinn byrjaði ekki vel því Rubin Kazan skoraði úr sínu fyrsta færi á 15. mínútu. Marko Devich skoraði markið með laglegum hætti eftir að hafa farið illa með Nathaniel Clyne, bakvörð Liverpool. Blagoy Georgiev var næstum því búinn að koma Rubin Kazan liðinu í 2-0 á 34. mínútu en Simon Mignolet varði þá vel frá honum. Oleg Kuzmin átti stoðsendinguna á Devich en hann lenti í vandræðum í framhaldinu. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir brot á Alberto Moreno á 19. mínútu og svo braut hann á Emre Can á 37. mínútu og fékk sitt annað gula spjald. Liverpool var ekki lengi að strá salt í sárið því Emre Can skoraði jöfnunarmarkið eftir umrædda aukaspyrnu. Divock Origi skallaði þá aukaspyrnu Philippe Coutinho fyrir fætur hans í markteignum og Emre Can kom boltanum yfir marklínuna. Liverpool reyndi síðan allan seinni hálfleikinn að ná inn sigurmarkinu manni fleiri Philippe Coutinho var nálægt því á 61. mínútu skömmu áður en Jürgen Klopp tók hann af velli fyrir Christian Benteke og Benteke var líka nálægt því að skora en ekkert gekk. Christian Benteke átti skot í stöngina eftir undirbúning Adam Lallana á 80. mínútu og pressan jókst með hverri mínútunni. Liverpool tókst hinsvegar ekki að ná markinu og gerðu því enn eitt jafnteflið í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik er Liverpool en meðal tveggja efstu liða í riðlinum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira