Veiðitímabilinu formlega lokið Karl Lúðvíksson skrifar 22. október 2015 11:04 Jóhennes Hinriksson staðarhaldari í Ytri Rangá með lax á opnunardaginn Mynd: Ytri Rangá FB Þá hefur síðustu ánum verið lokað og lokatölurnar eftir þetta frábæra sumar liggja fyrir í svo til öllum ánum. Síðustu árnar til að loka kláruðu tímabilið 20. október og það veiddist ágætlega á síðasta degi, sérstaklega í Eystri Rangá en þar kom feyknagott skot þegar þrjár stangir settu í 17 laxa og lönduðu 9. Mikið af laxi er eftir í Eystri og Ytri Rangá sem hrygnir í vetur og fer vonandi aftur til sjávar til að koma aftur sem stórlax. Þess ber að geta að hrygning misferst að langstærstum hluta í báðum ánum og þess vegna er veiðinni þar haldið uppi með seiðasleppingu. Heimturnar voru sérstaklega góðar í Ytri Rangá í sumar en hún trónir á toppnum á þessu tímabili með 8.803 laxa. Við spáðum henni í 9.000 laxa strax í byrjun júlí eftir að hafa ráðfært okkur við leiðsögumenn við ánna en þeir voru mjög fljótir að sjá að Ytri Rangá var að fara í sama takt og hún var í sumarið 2009 þegar 10.791 lax veiddist í ánni. Vel gengur að bóka í ánna á komandi sumri eins og gefur að skilja og er svo komið að bestu tímabilin eru líklega öll að mestu farin. Hljóðið er almennt gott í veiðileyfasölum enda var sumarið eitt það besta og mun auðveldara er að selja leyfi eftir slíkt sumar. Erlenir veiðimenn eru að koma sterkir til baka og þá sérstaklega breskir veiðimenn eftir afleitt sumar í ánum þeirra í sumar. Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði
Þá hefur síðustu ánum verið lokað og lokatölurnar eftir þetta frábæra sumar liggja fyrir í svo til öllum ánum. Síðustu árnar til að loka kláruðu tímabilið 20. október og það veiddist ágætlega á síðasta degi, sérstaklega í Eystri Rangá en þar kom feyknagott skot þegar þrjár stangir settu í 17 laxa og lönduðu 9. Mikið af laxi er eftir í Eystri og Ytri Rangá sem hrygnir í vetur og fer vonandi aftur til sjávar til að koma aftur sem stórlax. Þess ber að geta að hrygning misferst að langstærstum hluta í báðum ánum og þess vegna er veiðinni þar haldið uppi með seiðasleppingu. Heimturnar voru sérstaklega góðar í Ytri Rangá í sumar en hún trónir á toppnum á þessu tímabili með 8.803 laxa. Við spáðum henni í 9.000 laxa strax í byrjun júlí eftir að hafa ráðfært okkur við leiðsögumenn við ánna en þeir voru mjög fljótir að sjá að Ytri Rangá var að fara í sama takt og hún var í sumarið 2009 þegar 10.791 lax veiddist í ánni. Vel gengur að bóka í ánna á komandi sumri eins og gefur að skilja og er svo komið að bestu tímabilin eru líklega öll að mestu farin. Hljóðið er almennt gott í veiðileyfasölum enda var sumarið eitt það besta og mun auðveldara er að selja leyfi eftir slíkt sumar. Erlenir veiðimenn eru að koma sterkir til baka og þá sérstaklega breskir veiðimenn eftir afleitt sumar í ánum þeirra í sumar.
Mest lesið "Staðan í laxveiði verri en við óttuðumst" - Neyðarkall frá veiðileyfasölum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Minni laxveiði en 2014 Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði Flottar bleikjur að veiðast í Þingvallavatni Veiði