Á hálum ís Stjórnarmaðurinn skrifar 21. október 2015 10:30 Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Áhugavert var að horfa á viðtöl við lögmennina Kristínu Edwald og Brynjar Níelsson á Stöð 2. Þau ræddu dómsniðurstöður Hæstaréttar í svokölluðum hrunmálum, nú síðast í Ímonmálinu. Þar voru þrír fyrrum stjórnendur Landsbankans dæmdir til langrar fangelsisvistar, þrátt fyrir að héraðsdómur hefði áður sýknað. Lögmennirnir voru sammála um að vinnubrögð Hæstaréttar í hrunmálum væru gagnrýniverð. Svo virtist sem minni sönnunarkröfur væru gerðar til ákæruvaldsins í þeim málum en öðrum, engu líkara en að sönnunarbyrðinni hefði verið snúið frá því aldagamla viðmiði að sakaðir menn teldust saklausir uns sekt er sönnuð. Kristín nefndi Ímonmálið. Þar hefðu stjórnendur farið að lánareglum bankans en þó verið sakfelldir á grundvelli „óskráðra reglna“. Þar væri rétturinn að brjóta gegn öðru lögmáli, að þessu sinni um skýrleika refsiheimilda, en í því felst að fólk eigi kost á að kynna sér þær reglur sem gilda hverju sinni. Brynjar nefndi Al-Thani málið, en þar bjó Hæstiréttur til nýjan dóm, og byggði niðurstöðu sína í engu á héraðsdómi í sama máli. Það hefði orðið til þess að sakborningur hefðu í raun ekki hlotið áheyrn á tveimur dómsstigum eins og reglur um áfrýjun eigi að tryggja. Bæði voru sammála um að Hæstiréttur væri á hættulegri braut, og litlar líkur væru á að dómsúrlausnir sem þessar stæðust tímans tönn. Létu þau að liggja að það væri viðleitni réttarins til að sefa reiði almennings sem réði för frekar en gildandi lög. Þau ræddu skipun Hæstaréttardómara. Bæði lýstu þau ánægju með skipan Karls Axelssonar, einkum vegna reynslu hans úr lögmennsku og af viðskiptalífinu, en slíkri þekkingu hefði hingað til verið áfátt. Stutt skoðun á bakgrunni dómara á vefsíðu réttarins bendir til að þarna hitti þau naglann á höfuðið. Í Hæstarétti situr einsleitt fólk með samskonar bakgrunn (og af sama kyni). Þar virðist vera bæði skortur á alþjóðlegri reynslu og praktískri reynslu úr viðskiptalífinu. Er nema von að furðulegar úrlausnir geri vart við sig þegar viðfangsefnið er jafn framandi og viðskiptalífið virðist hæstaréttardómurunum? Nema náttúrulega að tilgangurinn sé að sefa reiði almennings?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira