Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 08:30 John Kavanagh hefur þjálfað Gunnar Nelson lengi. vísir/getty Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia. MMA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira
Gunnar Nelson sat fyrir svörum á opnum fundi í Dyflinni á Írlandi með góðvini sínum Conor McGregor og þjálfara þeirra, John Kavanagh. Þar ræddu þeir félagarnir um upprisu sína innan UFC, en báðir eru orðnir stjörnur í bardagaheiminum. Conor þó töluvert stærri. Gunnar sagði sögu af Kavanagh frá því hann kom fyrst til Íslands. Sögu sem írski bardagaþjálfarinn varð rauður í framan við að heyra. „Þegar hann kom fyrst til Íslands glímdum við aðeins og þá hélt hann mér bókstaflega niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi og kitlaði mig með hinni,“ sagði Gunnar og allt varð vitlaust í salnum. Aðspurður hvort þetta væri satt hló Kavanagh og sagði: „Þetta eru lygar. Nú heldur hann mér niðri og kitlar mig.“ Þegar Kavanagh var svo spurður hvað hann hefði séð í Gunnari var öskrað úr salnum: „Lögsókn.“ Þá ætlaði allt um koll að keyra. „Írski húmorinn þarf alltaf að fara í þessa átt,“ sagði Gunnar þá við mikla hrifningu Íranna sem hlógu sig máttlausa. Conor og Gunnar undirbúa sig þessa dagana af kappi fyrir bardaga sína á UFC 194-bardagakvöldinu í Las Vegas sem fram fer 12. desember. Þar mætir Conor Brasilíumanninum Jose Aldo í baráttunni um heimsmeistaratitilinn og Gunnar á fyrir höndum sinn stærsta bardaga á ferlinum gegn reynsluboltanum Demian Maia.
MMA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira