Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Verkfallsverðir SFR hafa verið víða á ferðinni hjá stofnunum ríkisins að undanförnu. vísir/pjetur Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31
Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12