„2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. október 2015 14:21 Steingrímur J. Sigfússon segir viðskipti Arion banka með fasteignir og Símahluti gefa tilefni til að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli. Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli.
Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira