Conor og Hafþór tókust aðeins á þótt alvaran á bak við bardagann hafi ekki verið mikil.
Myndband af rimmu þeirra má sjá hér að neðan.
Gunnar og Conor undirbúa sig nú af kappi fyrir UFC 194, stærsta bardagakvöld ársins, í Las Vegas 12. desember næstkomandi.
Gunnar mætir þar Brasilíumanninum Demian Maia á meðan Conor mætir öðrum Brassa, José Aldo, í aðalbardaga kvöldsins.